Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Side 7

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Side 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 367 opna hliðið og loka því aftur, þegar bíllinn var kominn í gegn. í hvívetna reyndi hann auðsjáanlega að vera köllun sinni trúr: Að þjóna með- bræðrum sínum og hjálpa þeim, en ekki láta þá þjóna sér eða upphefja sig í þeirra augum. Og einn daginn hljómaði fyrir eyrum mér, á syngj- andi latínu: Friður guðs sé með þér. Og þetta hljómaði á engan hátt hjá- róma eða afskræmt, því þegar ég leit upp, þá sá ég að þarna var maður kominn, sem auðsjáanlega hafði orð- ið guðs friðar aðnjótandi, og sem ef- laust átti enga ósk æðri en þá, að geta miðlað af þeim friði til handa meðbræðrum sínum. Og brátt hóf hann að gjöra tilraunir sínar í þá átt, að lýsa fyrir mér því, sem fyrir augun hafði borið á ferðalaginu. — Lýsa hrifningu sinni á landinu og þjóðinni, þessari norðlægu paradís, þar sem mér skildist einna helzt að eintómir englar ættu heima. Og svo sannarlega skorti hann orð. Hendur hans og handleggir voru á stöðugri hreyfingu, eins og títt er með Frökkr um. Af vörum hans hrutu einstaka ensk, • hálf afbökuð lýsingarorð, sem einskonar krydd ofan á hljómþýðar en sundurlausar, franskar setningar, en ræða hans endaði eitthvað á þessa leið: Svo sannarlega er guð almátt- ugur, að hafa búið þetta dýrðlega land til, og þar hefur honum, af al- vizku sinni, þóknazt að velja bústað þjóð, sem er úrval alls mannkynsins. Hann varð oft að taka sér málhvíld- ir, þreifa ofan í vasa sinn eftir klút og þurrka burtu móðuna af gler- augunum og döggina af augnahvörm- unum, sem kom þar fram eins og vottur þeirrar þakkarskuldar, sem hann stæði í við hinn alvalda guð fyrir að hafa gefið honum tækifæri til þess að líta þetta okkar land, sem við sjálf leyfum okkur að kalla rign- ingarbæli eða þaðan af verra, og ekki síður fyrir það, að hafa átt þess kost, að kynnast þessari þjóð, þó að við sjálf séum að rífa hvert annað á hol og vænum hvert annað um allar vammir og skammir, sem orð ná yf- irleitt yfir. Mér hefur oft dottið í hug, í sambandi við allt það oflof, sem þessi aldraði, kaþólski prestur bar á þjóðina okkar, að fróðlegt hefði það mátt virðast fyrir hann, að lesa íslenzk dagblöð og athuga þar t. d. hvað stjórmnáíam. i;n okkar segja hverir um aðra.. E: ieyfi mér að efast um það, að nann, að lestri loknum, hefði verið jafn ákveðinn þeirrar skoðunar, að sú þjóð væri guðs útvalda, er svo hatröm væri til bróðurvíga á ritvelli. Enda mætti það merkilegt heita, þegar litið er á ummæli alls þorra þeirra manna, út- lendra, sem nokkur kynni fá af þjóð- inni, og sem öll eru yfirleitt á einn veg, okkur til sæmdar og vegsauka, ef þessi sama þjóð hefði valið slíkan tataralýð, sem lýst er í blöðum stjórn málaflokkanna, til að stjórna mál- efnum sínum. „Slíkt rigningarsunjar höfum við ekki átt við að búa í elztu manna minnum“, stamaði ég út úr mér, í bílnum upp Rangárvellina á leiðinni upp að Heklu, við aldraðan bygging- armeistara frá London, því að mér ofbauð satt að segja hvernig regnið buldi á rúðunum. „Það er þó mikil guðs blessun samanborið við þurrk- ana á meginlandinu núna og kuld- ana hjá okkur á síðastliðnum vetri“, svaraði hann, með því rólyndi, sem Bretum einum er eiginlegt. „Ég

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.