Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 10

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 10
370 ÚTVARPSTIÐINDI mann. Hann er áreiðanlega ekki yf- ir fertugur að aldri, þó hefur húfan hans hulið hár, sem er snjóhvítt fyr- ir hærum. Belgisk hjón, vísindamenn bæði tvö, hann jarðfræðingur, hún dýra- fræðingur, slógust með í eina förina austur að Heklu. Þar urðu þau eftir. Ætlun þeirra var að komast upp að gígnum og ferðast síðan um sveitir og óbyggðir landsins um nokkurt skeið. Ég hitti þau aftur eftir hér um bil hálfan mánuð. Frúin, sem var mun stæltari í enskunni, heilsaði mér, brosandi út und.ir eyru, auðsjá- anlega hin ánægðasta með ferðalag- ið: „Ó, getið þér ekki bent mér á einhvern sveitabæ, þar sem ég gæti fengið að dvelja í einn til tvo mán- uði næsta sumar. Og ekki bara ég ein, heldur 10—20 vinir mínir og ætt- ingjar. Það yrði ef til vill of margt fyrir einn bæ, ó, gætuð þér þá ekki reynt að útvega samastað á fleiri bæjum“. Ég leyfði mér að bera fram afar, eftir því sem á stóð, kjánalega spurningu: „Yður hefur þá ef til vill líkað ferðalagið?" „Líkað?“ át hún upp eftir mér, „líkað. Já, hvort mér líkaði það. Ég blátt áfram elska þetta allt saman. Landið, fjöllin, loftið, og ekki hvað sízt fólkið. Ó, fólkið er dá- samlegt. Alltof dásamlegt. Það er eins og það vilji ekki sjá peninga. — Við fengum eiginlega hvergi að borga neitt. Hvernig fer fólkið að því að lifa með því að gefa svona mikið? Maðurinn minn er alltaf að skamma mig. Hann segir að ég sé al- veg gengin af vitinu að láta svona mikið. Ég er nefnilega, skal ég trúa y-ður.fyrir, farin strax að telja dag- ana:;þangaö tilí.:ég xgat v.erið komin hijig'að aftur: næstá 'sumar, En þó að hann skammi mig, þá er það nú ekki nema bara í nösunum á honum, því að hann er sjálfur engu síður óþol- inmóður en ég, þó hann sé að bíta á jaxlinn og reyna að láta eins og ekk- ert sé. Er þetta nú kannske ekki satt, vinur minn?“ „Nú, auðvitað kemur maður aftur eins fljótt og nokkur tök verða á. En það styttir bara ekk- ert tímann að láta öllum illum lát- um“. — Hann sýndi mér meðmæli frá þremur belgiskum stórblöðum, þar sem sagt var m. a., að hann væri ráðinn til þess að skrifa greinar eða greinaflokka fyrir viðkomandi blöð um Island og Islendinga. Ég trúi ekki öðru en að væntanlegar grein- ar þessa belgiska vísindamanns verði mjög á einn veg og þær muni bera hróður lands og þjóðar fyrir augu þúsunda af belgiskum lesendum. — Rafgeymavinnustofa vor f Oaröastrœti 2, þriöju hæö. annast hleðslu og viðgerðir á viðtækjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Rikisins

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.