Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 11

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 11
ÚTVARPSTIÐINDI » Islenzkar myndir í sænsku útvarpsblaði hafa Útvarpstíðindi leyft sér að taka þær upp. Þær sýna Sigurð skáld á Arnarvatni snöggklæddann við útvarps- bifreiðina. Undir myndinni af honum stendur: „Sigurð- ur Jónsson er bóndi, skáld og sögumaður. Hann kom beint frá störfum sínum og las fyrir okkur kafla úr Njálssögu". — Þá sést prest- ur þeirra Mývetninga við simaviðgerð uppi í símastaur. Undir þeirri mynd stendur í blað- inu: „Magnús Lárusson er prestur, stöðvarstjóri og símaviðgerðarmað- ur og unir við öll störfin". •— Undir myndinni frá hvernum stendur: „Heitt vatn til upphitunar fær mað- ur beint úr iðrum jarðarinnar. Þarna tekur „mikrofónninn“ drunurnar úr hver skammt frá Geysi“. ÚTVARPSMENNIRNIR frá Norð- urlöndum, sem voru hér í sumar, hafa nú haft mörg erindi og frá- sagnir héðan í útvarpi landa sinna. Mest mun hafa komið í sænska út- varpinu, en minnst í því danska, enda var útvarpað miklu héðan í Danmörku í fyrra sumar. Útvarps- blöð í þessum löndum hafa og birt greinar og ferðasögur útvarpsmann- anna, og hafa margar myndir fylgt greinnnum. Fyrir nokkru var flutt í sænska útvarpið frásögn af heim- sókn útvarpsmannanna í Mývatns- sveit. Þar las Sigurður skáld á Arn- arvatni upp úr Njálu, en skáldkonan Arnfríður Sigurgeirsdóttir á Skútu- stöðum rabbaði við útvarpsmennina. — Um líkt leyti birtust myndir í sænska útvarpsritinu ásamt gréiri og

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.