Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Qupperneq 15
ÚTVARPSTÍÐINDI
375
FÉLAGSSAMTÖK OG ÚTVARPIÐ.
Svbj. Riörnsson, Reykjavík, skrifar á
þessa leið: „Útvarpið hefur verið rneð
lélegasta móti í sumar, og minnist ég
ekki, að það hafi verið eiris fátæklegt
frá því ég fór að hlusta á það svo að
segja að staðaldri. Ég veit ekki — og get
ekki gert mér grein fyrir — af hverju
þetta stafar, því að ekki getur beinlínis
verið um að kenna fjárskorti. Þó' að
kostnaður hafi að sjálfsögðu aukizt mjög
hjá útvarpinu eins og öðrum á síðustu
árum, þá hafa tekjurnar og vaxið gífur-
lega. Afnotagiöldin hafa margfaldazt og
auglýsingatekjurnar að öllum líkindum
að sama skapi. Ég vil mótmæla því, að
útvarpið lækki kröfur sinar um gott dag-
skrárefni jafnframt því sem afnotagjöld-
in eru hækkuð. Útvarpið verður að vera
síbatnandi, það er það minnsta, sem við
hlustendur og borgendur til útvarpsins
getum gert kröfu til. En þessu er ekki að
heilsa, eins og ég lief sagt, — allt, eða
langflest hefur versnað. Leikritin versna,
útvarpssögurnar verða æ lélegri, við og
við koma sæmileg erindi, en megin
þeirra er svo lélegt, að varla tekur að
hlusta á þau. Ég vil þó sérstaklega taka
undan hin afburða góðu erindi, sem Sig-
urbjörn Einarsson dósent hefur verið að
flytja undanfarið um trúarbrögðin. Hér
er Um mjög mikinn fróðleik að ræða og
þekkingarauka, í raun og veru er þetta
ekki aðeins kennsla í trúarbragðasögu,
heldur og mannkynssögu, og alltaf þykir
hlustendum vænt um slík erindi. Pá hafa
yfirlitserindin um útlönd tekið allmikl-
um breytingum til bóta, sérstaklega líka
mér vel hin algerlega hlutlausu erindi
Þórarins ritstjóra Þórarinssonar. Hann
varðist ætla að geta orðið góður útvarps-
maður, sem gaman verði að hlusta á. Um
músíkina dæmi ég ekki. Hef elcki svo
mikið vit á henni, að ég telji mig geta
slett mér fram í deilurnar um hana, enda
eru þær svo sem nægar fyrir. -— En yfir
höfuð að tala er ég óánægður við út-
varpið. .— En sérstaklega vil ég minnast
á eitt atriði. Ég er andvígur því, að ein-
stökum félögum í landinu sé afhent út-
varpið til eignar og umráða, heil kvöld.
Þetta hefur verið gert, og mér finn^.t, að
það færist heldur í vöxt. Allir eiga þess-
ir félagsskapir líkast til gott eitt skilið,
og það er sjálfsagt, að útvarpið gefi þeim
tækifæri til að koma fram fyrir hlust-
endur, en fyrr má nú vera en að þeim
séu bókstaflega gefin heil kvöld, eins og
komið liefur fyrir tvisvar sinnum núna
alveg nýlega. Það er lika alger misslciln-
ingur ef þessir félagsskapir halda,. að
það hafi einhver meiri áhrif til fram-
dráttar áhugamálum þeirra, að þeir séu
með heila kvölddagskrá í stað þess að
fá eitt erindi eða ávarp til lilustenda. —
Ég vil láta útvarpið stemma stigu við
ásóknum allra þessara félagsskapa. Það
er alveg nóg komið af ágengni þeirra“.
UNDIR SMASJANNI.
Sveinn Stefánsson, Asi,skrifar: „Fyrir
nokkru talaði Gunnar Stefánsson um er-
lenda ferðamenn, sem hingað hafa kom-
ið í sumar, og kynni sín af þeim. Mér
þótti gaman að þessu erindi, en það kall-
aði hann „Undir smásjánni“. Ég hef haft
nokkur kynni af erlendum ferðamönn-
um undanfarin tvö sumur, og ég fullyrði,
að sú mynd, sem Gunnar Stefánsson gaf
af hinum mismunandi viðhorfum þeirra
var í höfuðatriðum rétt. Það hefur líka
viljað við brenna, að okkur fslendingum
þætti nokkuð gaman að heyra það, sem
erlendir menn segðu um okkar og I^ndið
okkar, og því hygg ég, að grindi Gunn-
ars hafi fallið í góðan jarðveg. Mættum
við ekki fá að heyra meira frá Gunnari.
Hann semur vel og flytur ákjósanlega,
jafnvel betur en flestir aðrir, sem koma
fram í útvarpinu og eru þar að stað-
aldri“. (Erindi G. St. birtist í þessu
hefti).