Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Qupperneq 13

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Qupperneq 13
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR 9 stjóri hafi íhlutun um starfstíma. Þá þykir nauðsynlegt, að starfsmenn hafi í höndum vinnutímaákvæði, svo að ekki rísi ágreiningur að nauðsynjalausu. b) Eftirvinnulaun. Um eftirvinnu án launa er óþarft að eyða mörgum orðum, slíkt þekkist ekki í frjálsum vinnuskilmálum og verður að teljast í alla staði óviðunandi og verður þess eigi með nokkurri sanngirni kraf- ist af föstum starfsmönnum bæjarfé- lagsins. Það breytir engu þótt gert sé ráð fyrir að frí komi í staðinn fyrir, þar sem jafn langt frí bætir ekki upp yfirvinnustundir, auk þess sem slík vinnuskilyrði opna leið til þess að leyfa óreglubundinn vinnutíma, en slíkt er í alla stað óhæft. Fastir starfsmenn bæjarfélagsins eiga kröfu til þess að vinna reglubundinn vinnutíma jafnt sem starfsmenn ann- ara stofnana og er þessi réttur þeirra einnig nú viðurkenndur með föstum venjum, sem um það hafa skapazt. Launamálanefnd lítur svo á að gera beri strangar kröfur til stundvísi fastra starfsmanna, sbr. breytingartillögu þar að lútandi. Hinsvegar gerir nefndin til- lögur um sanngjörn laun fyrir eftir- vinnu og eiga breytinartillögur nefnd- arinnar stoð í skipulagi þessara mála hjá bæjarfélögum nágrannaþjóða vorra. Breytingartillögur launamálanefndar um yfirvinnu tryggja að yfirvinna verði ekki unnin nema þegar brýn þörf er fyrir, og er það að áliti nefndarinnar fyllilega réttmætt, ennfremur að vinn- an, þegar hennar er þörf, kemur jafnt niður á starfsfólki, en það telur nefndin einnig mikilsvert. Ákvæði breytingartillögunnar eru að niestu sniðin eftir hliðstæðum ákvæðum í launareglugjörð Osló- og Bergens- bæja, og að nokkru eftir þeim reglum, sem nú gilda um yfirvinnugreiðslu hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Tímakaup- ið er þó hér miðað við mánaðarkaup, deilt með meðalvinnustundum á mánuði að viðbættri hækkandi hundraðstölu uppbót eftir lengd yfirvinnutímans. 12. gr. Allir fastir starfsmenn hafa rétt og skyldu til sumarleyfis með fullum laun- um. Það fer eftir ákvörðun þess yfir- manns, sem í hlut á hvenær starfsmað- ur tekur sumarleyfi sitt. Um aukaleyfi og tilfærslur á leyfinu fer eftir ákvörð- unum bæjarráðs. Starfsmenn geta aldrei fengið kaupgreiðslur í stað sumarleyfa. Breytingartillaga við 12. gr.: a) Orðin ,,og skyldu“ falli burt. b) Á eftir fyrstu málsgrein komi: „Forstjórum bæjarstofnana, borgar- ritara, skrifstofustjórum og deildar- stjórum er heimilt að skylda einstaka starfsflokka til að nota rétt þeirra til sumarleyfa". c) Við greinina bætist: Giftar konur í þjónustu bæjarins eiga rétt á, ef ástæður leyfa, að fá dagleg- an vinnutíma styttan um helming, enda lækki að sama skapi launin. Heimilt er bæjarráði að veita öðrum föstum starfs- mönnum niðurfærslu á störfum þeirra gegn samsvarandi niðurfærslu á laun- um. Hafi slíkt leyfi verið notað lengur en 3 ár getur hlutaðeigandi ekki fengið daglegan vinnutíma sinn færðan upp í fullan vinnutíma, nema með leyfi bæj- arráðs“. Um 12. gr.: a) Þótt vér í sjálfu sér séum ekki mótfallnir skyldu-ákvæði um sumar-

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.