Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Qupperneq 14
10
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
leyfi, teljum vér heppilegra að fela
ákveðnum yfirmönnum að skylda
starfsmenn til að notfæra sér sumarfrí
eftir því, hvernig hagar í hvert sinn, aðal-
lega eftir heilsufars og hollustuháttum,
en einnig með tilliti til þess, að nauðsyn-
legur vinnuafli sé ávallt fyrir hendi.
c) Viðbótarákvæðið er nýmæli sniðið
eftir launareglugjörð Kaupmannahafn-
arbæjar og getur verið hentugt, bæði
fyrir einstaklinga í lasleikatilfellum,
eftir langar sjúkdómslegur og sængur-
konulegur, og fyrir viðkomandi starfs-
grein, að sjá ekki alveg á bak reyndum
starfskröftum, þó þeirra njóti ekki að
fullu um tíma.
13. gr.
Lengd sumarleyfa fer eftir starfs-
aldri þannig, að þeir, sem hafa verið
skemur en 15 ár í þjónustu bæjarins,
fá hálfsmánaðarleyfi, þar, sem hafa
starfað þar 15—25 ár, fá þriggja vikna,
en þeir, sem lengur hafa starfað, eins
mánaðar sumarleyfi. Þegar sérstaklega
stendur á getur bæjarráð veitt starfs-
mönnum frí frá störfum um vissan
tíma, án þess um sumarleyfi sé að ræða.
Breytingartillaga við 13. gr.: Fyrri
málsgrein orðist svo:
Lengd sumarleyfa ákveðst þannig:
Eftir pjónustualdri
Eftir störfum alltað lOára 10-15 ára 15-20 ára 20 ára og yfir
Forstjórar bæjarstofnana 21 vinnud. 28 vinnud. 28 vinnud. 28 vinnud.
Allt skrifstofufólk, og aðrir, sem liafa innisetur, auk pess lögreglupjónar, sótarar, hreinsunarmenn kyndarar og aðrir, er gegna óhollustu störfum . . 14 — 21 — 28 — 28 —
Aðrir starfsmenn 14 14 — 21 — 28 —
Um 13. gr.:
Frumvarpið gerir ráð fyrir að lengd
sumarleyfa miðist eingöngu við starfs-
aldur. Vér teljum réttara og heppilegra
að miða lengd sumarleyfa einnig við
störf, þannig að inniveru- og óhollustu-
störf veiti rétt til lengri sumarleyfa að
öðru jöfnu. Vér teljum að starfsmönn-
um sé meiri þörf á lengri leyfum fyrr
á starfsskeiði þeirra en eftir 25 ára
þjónustu, eins og frumvarpið gerir ráð
fyrir, því eftir 25 ára þjónustu má enda
gera ráð fyrir, að tiltölulega há hundr-
aðstala af núverandi starfsmönnum
verði eða eigi skammt eftir að komast
á eftirlaun. Ennfremur teljum vér sjálf-
sagt að miða lengd sumarleyfa við
vinnudaga, þar sem 4 lögboðnir frídag-
ar eru á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst,
og kæmu því sumarleyfin misjafnt nið-
ur, ef lengd þeirra er reikuð í heilum
vikum.
Annast kaup og sölu verðbréla
og fasteigna.
Garðar Þorsteinsson
hœstaréttarmálaflutniiigsmaður
Simar: 4400, 3442. Vonarstræti 10.