Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Qupperneq 18
14
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
CTGEFANDI:
Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar.
RITSTJÓRN:
Lárus Sigurbjörnsson,
aðstoðarm. bæjargjaldkera.
Jóhann G. Möller,
skrifstofustjóri Rafmv. Rvíkur.
Ágúst Jósefsson,
heilbrigðisfulltrúi.
Auglýsingar annast Augiýsingaskrifstofa
E.K., Austurstræti 12. Sími 4292.
Starfsmannablað Reykjavíkur
kemur út 6 sinnum á ári og kostar utan
Starfsmannafél. Reykjavíkurbæjar 5 kr.
árg. (6 tölublöð). 1 lausasölu 1 kr. blaðið.
STEINDÓRSPRENT H.F.
_______________________________
utan um hinar vinsælu gamanvísur um
starfsmenn og málefni, sem að undan-
förnu hafa verið fluttar á árshátíðum
félagsins. Eða hvað segir leikstjórinn
Lárus — kannske hann sé allur í liðn-
um leikurum? Rafmagnið hefir þó alla
daga Pettí, að Hjörleifi ógleymdum, og
Sundhöllin hefir kvenfólkið. — Þetta
ætti skemmtinefndin að athuga fyrir
næstu árshátíð, — kannske „kæmust þá
færri að en vildu“, eins og stendur í
auglýsingunum hjá Reykjavíkurannál.
Aðalfundur félagsins var settur í
Varðarhúsinu 6. febr. s.l. Var launa-
málið tekið til meðferðar á undan aðal-
fundarstörfum, svo að ekki vanzt tími
til að ljúka þeim, en fundi frestað, unz
séð yrði hvernig launamálinu reiddi af.
Skýrði launanefnd St. R. frá nýju og
óvæntu viðhorfi í launamálinu, þar sem
nefndinni hafði borizt bréf frá launa-
nefnd bæjarstjórnar þess efnis, að skil-
yrði fyrir framgangi launamálsins væri
afnám eftirlaunasjóðs bæjarins eða bein
þátttaka starfsmannanna sjálfra með
tillögum í sjóðinn. Sló miklum óhug á
fundarmenn við þessi tíðindi, því að ekki
varð séð, að þær kjarabætur, sem feng-
ist með nýrri launasamþykkt væri sam-
anberandi við eftirlaunaréttinn með til-
lögum greiddum af bæjarsjóði. Sam-
þykkti fundurinn gagnorð, en hógvær,
mótmæli gegn því, að eftirlaunasjóðs-
málinu væri blandað inn í umræður um
hina nýju launasamþykkt, og hefir ekki
verið hreyft við því máli síðan, hvað sem
síðar kann að verða.
Pioneer.
Blaðið.
Með þessu tölublaði af Starfsmanna-
blaði Reykjavíkur hefst annar árgang-
ur blaðsins. Til fyrsta árgangs verða að-
eins talin tvö tölublöð, samtals 34 síð-
ur lesmáls, sem út komu á árinu 1938,
en útgáfa þriðja tölublaðsins, sem átti
að koma út um jól, fórst fyrir, en ástæð-
an var mikið til hin sama og fyrir drætt-
inum á útkomu þessa fyrsta tölublaðs
annars árgangs: hinn sífelldi dráttur á
því, að hægt væri að birta nokkurnveg-
inn endanlega niðurstöðu í launamálinu.
—Biður ritnefndin velvirðingar á því,
að jólablaðið kom ekki út, og þetta tölu-
blað í seinna lagi. Vonar ritnefndin, að
takast megi að koma út tilskildum tölu-
blaðafjölda á þessu ári, en hún leggur
áherzlu á, að til þess að það megi tak-
ast og blaðið geti orðið starfsmönnum
Reykjavíkurbæjar til gagns og ánægju,
þá verði þeir að leggja blaðinu meira
að mörkum, en raun hefir á orðið. —
Blaðið á að vera nýtt tengiafl manna í
milli í Starfsmannafélagi Reykjavíkur-
bæjar, en til þess að það megi verða,
verða menn að láta í ljósi hugsanir sín-
ar og skoðanir í blaðinu.