Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 7

Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 7
BANKABLAÐIÐ 67 dróttun til annarra umsækjenda um ó- ráðvendni, sem ætlast er til, að ein- hverjir lesendur leggi trúnað á. A. m. k. verður ekki öðru vísi litið á málið, meðan Sigurð skortir manndóm til að slcýra almenningi frá hverjir séu þeir „ýmsu“ bankamenn, og á hvern hátt ummæli hans um þá séu samofin veitingu gjaldlcerastöðunnar á ísafirði. Ég kann því illa, að liggja undir slík- um tilhæfulausum aðdróttunum og get- sökum um sviksemi í störfum mínum. Væri það sannanlegt, að mig skorti ráð- vendni að jöfnu við Sigurð Guðmunds- son, þá myndi ég kjósa að hverfa úr bankanum. En til að kveða niður ásak- a.nir Sigurðar og annarra, sem trúa, að heiðarleiki einn hafi ráðið úrslitum um veitingu gjaldkerastöðunnar á ísafirði, vil ég hér á eftir birta ummæli hr. úti- bússtjóra Halldórs Halldórssonar, um störf mín þann tíma, er ég var starfs- maður útibúsins á Isafirði. „Hr. Adólf Björnsson var frá febr- úar 1935 til loka september 1935 starfsmaður útibús Útvegsbanka ís- lands h.f., ísafirði, og er mér ljúft að votta, að hann reyndist ágætis starfs- maður, lipur, reglusamur og áhuga- samur, og á hann fyllsta traust skil- ið“. — ísafirði, 3. janúar 1936. Halldór Halldórsson. (sign)“. Annað í grein Sigurðar Guðmunds- sonar er mjög af sama toga spunnið, rangsagnir og flótti frá málefninu. — Hann segir, að „auk hinna sjálfsögðu gjaldkerastarfa hafi hann fært dagbók bankans og séð um mánaðaruppgjör fyrir september og októbermánuð síð- astl.“. Ég vil í þessu sambandi upplýsa, að hvorutveggja, sem hér er upptalið til- heyrir hinum sjálfsögðu störfum gjald- kera. Ef að Sigurður vill frekar sann- færast um, að hér sé rétt með farið, ætti honum að vera hægt um vik að at- huga bækur bankans og gjörðir fyrir- rennara sinna í þessum efnum. Hitt skal fúslega viðurkennt, að Sigurður Guð- mundsson sinnti ekki þessum sjálfsögðu störfum gjaldkera í rúmt missiri eftir að hann kom í bankann, vegna þess að hann skorti þekkingu til þeirra starfa. Og á þann veg kvað reynslan upp dóm um réttmæti þeirra fullyrðinga, er fram koma í bréfi starfsmanna útibúsins á ísafirði, og getið er um í síðasta Banka- blaði. Það er því óþarfi fyrir Sigurð að gefa heilræði í þeim efnum. í lok greinarinnar þakkar Sigurður Guðmundsson samstarfsmönnum sínum á Isafirði fyrir góða samvinnu, eftir að hann hefir fyr í sömu grein dróttað að þeim ásökunum um að hafa að óreyndu gefið rangar heimildir um hæfileika hans. — Slík framkoma þy'kir mér vera furðuleg, og ég verð að viðurkenna, að ég get ekki á sama hátt lokið máli mínu með því að þakka Sigurði Guðmunds- syni hugarfar hans í garð bankamanna- stéttarinnar. Adólf Björnsson. Sumband íslenzkra bankamannu. Órshdtlð bankamanna verður haldin að Mótel Borg laugardaginn 14. rnaiz. nshriftarlistar hjá stjórnum starfsmanna- félaganna og sambandsstjórninni.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.