Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 8

Bankablaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 8
68 BANKABLAÐIÐ Framtíðarhorfur siarfsmarma bankanna. Það er ekki nema eðlilegt, að þeir menn, sem ætla að gera bankastarfsemi að æíistarfi, geri sér ljóst, hverjir möguleikar eru fyrir góðri afkomu, er tímar líða, og fylgist því vel með, þeg- ar um stöðuveitingar er að ræða. Þetta er það atriðið, sem þeir sennilega láta sig mestu skipta almennt. Starfsmenn- irnir sætta sig við lítil laun, oft um margra ára skeið, í voninni um batn- andi skilyrði til að hljóta hinar betur launuðu stöður. Enda þótt bankamenn fengju að sitja fyrir um stöðuveiting- ar, en ganga verður út frá því að sú verði revndin, þá eru skilyrðin almennt mjög 1' æg í náinni framtíð og sérhver skerðing á núverandi flokkaskipun því ótæk. Svo að tekið sé dæmi, þá skal hér bent á ástandið á þessu sviði hjá Lands- banka íslands og verða þá teknir til at- hugunar þeir launaflokkar, sem menn almennt láta sig nokkru skipta. 1 Reglugerð um launaflokkun eru til- tekin launakjör hvers flokks, en tala þeirra, sem í flokkunum er ætlað að vera, er ekki takmörkuð sérstak- lega. Talan í hæst launuðu flokkun- um hefir svo að segja haldist óbreytt síðan reglugerðin komst í framkvæmd og á næstunni er sjálfsagt ekki að vænta mikilla breytinga. Eins og nú er, eru bezt launuðu stöðurnar þessar, og aldur þeirra, sem í stöðunum eru, til- greindur: Aðalbókari, 37 ára, skrifstofustjóri, 46 ára, aðalféhirðir (skrifstofustj. settur), útibússtjórar 5 að tölu, 4 á aldrinum 32—43, en 1 er 57 ára, 1. flokks fulltrúar eru 9, 3 eru 38 ára, 2 — 39 —, 2 — 50 —, 1 er 56 —, 1 _ 64 —, 2. flokks fulltrúar eru 3, allir 34 ára. Reglugerðin gerir ráð fyrir aðalfé- hirði, en skrifstofustjóri gegnir þessu embætti, sem settur, um óákveðinn tíma. Athugi menn nú aldur þeirra manna, sem eru í tilgreindum stöðum, hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu, að tækifærin eru fá og að langt er þeirra á milli. Það er því að vonum, að starfsmenn sé farið að lengja eftir að aðalféhirðis- embættið verði auglýst laust til um- sóknar, og væri óskandi að dráttur yrði ekki mikill úr þessu. Að vísu geta legið fullgild rök til að réttlæta dráttinn, en þar sem mér eru málavextir ekki nógu kunnir, leiði ég hjá mér að ræða þá hlið málsins frek- ar. Hins vegar virðist ekki tilhlýðilegt að „sett“ sé í þetta embætti, eða önn- ur, að jafnaði, í lengri tima. Venjulega eru þeir menn, sem embættin hljóta, búnir að starfa svo lengi, að nokkurn- vegin vissa getur fengist fljótlega um, hvort þeir eru starfinu vaxnir. Það heyrast all-háværar raddir á stundum meðal starfsmanna, þess efn- is, að málefni þeirra og erindi mæti ekki þeirri samúð og afgreiðslu, er þeir kynnu bezt að óska. Starfsmenn Lands- bankans hafa að jafnaði mætt skilning og velvilja, þegar þeir hafa borið er-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.