Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 19
bandið, félagsskapinn og aðalhagsmunamál hans og störf. . Félagsmálin. Sambandið var stofnað skömmu áður en bankamannamótið í Kaup- mannahöfn var lialdið 1939 og er félaga- tala þess 1420. Fyrstu árin var launamálið, ýmissra or- saka vegna, ekki á stefnuskrá sambandsins, enda var tilgangur félagsskaparins þá eink- um að auka viðkynningu bankamanna með skennntunum, fundahöldum, þar sem hald- in voru fræðandi erindi, og stuðla að auk- inni kunnáttu og lærdómi bankamanna í starfinu. Þegar stríðið við Rússa brauzt út árið 1939, lamaðist starfsemi félagsskaparins mjög. Eftir vetrarstríðið var starfsemin tek- in upp á ný, og nú var það kaldur veru- leikinn, sem gerði það nauðsynlegt, að sam- bandið tæki launamálið á stefnuskrá sína, og í sambandi við það ýms hagsmunamál Var þá tekin ákvörðun um að hafa sam- starf við sænsk-finnska bankamannasam- bandið til sameiginlegra átaka í launamál- inu. Árangur þessa samstarfs var meðal ann- ars stofnun nefndar þeirrar, sem dr. Burjam minntist á í ræðu sinni, ]j. e. miðstjórn bankamannasambandanna, en verkefni liennar er að fara með öll þau mál, sem eru sameiginleg áhugamál allra bankamanna landsins, eins og t. d. launamálið, eftir- launasjóðsmálin og niörg önnur mál. Hefur miðstjórnin allt frá stofnun haft á hendi allar samningaumleitanir og gert alla samninga, er gerðir hafa verið við at- vinnurekendur, þ. e. bankana. Launamálið. Á undanförnum styrjaldar- árum hefur sambandið ásamt sænsk-finnska systursambandinu orðið að einbeita starfi sínu að því verkefni, að gæta hagsmuna stéttarinnar í launamálunum. Sá árangur, sem hefur náðst, hefur verkað örfandi á vöxt sambandsins og innri þróun þess. Þegar stríðinu var lokið, hvað Finnland snerti, haustið 1944, byrjaði launabaráttan fyrir alvöru. Hún hafði í för með sér aukn- ingu meðlimatölunnar úr ca. 500 um ára- mótin 1944—J 945 upp í næstum því 1500 nú, þ. e. a. s. að hún liefur þrefaldazt á 7 mánuðum. Þetta er einkennandi fyrir þann anda, sem nú ríkir í l’élagsskap finnskra banka- manna og þá merkilegu þróun, sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Jafnvel frá hendi vinnuveitenda taka nú félagssamtök bankamanna að mæta skilningi, og atvinnu- kúgun gagnvart þeim, er bundizt hafa sam- tökunum, á sér nú ekki lengur stað. Sambandið hefur þannig á skömmum Líma þróazt úr fámennum og áhrifalitlum skemmtana- og fræðslufélagsskap í fjöl- mennt og vaxandi baráttutæki, sem taka verður tillit til. Það hefur líka tvenns konar verkefni að leysa, þ. e. að gæta hagsmuna meðlima sinna gagnvart atvinnuveitendum og sjá um að haldið sé í horfinu og helzt meir en það, hvað laun snertir gagnvart óðrum launþegum. — Þá flutti Klemenz Tryggvason skýrslu frá Satnbatidi islenzkra bankamanna. Hlaut skýrsla hans óskipta athygli full- trúanna. Rakti hann fyrst sögu hinna ís- lenzku banka, skýrði því næst ítarlega frá félagsmálunum og starfinu á hinum liðnu stríðsárum, cinkum launamálinu, eftir- launasjóðsmálinu og byggingarmálinu, en eigi verður farið hér frekar út í það, þar sem mönnum eru þau mál kunnug. — NORSKA SKÝRSLAN. AURUD frá Noregi flutti því næst skýrslu frá sambandi sínu, sem beðið var með sérstakri eftirvæntingu, því að eins og mönnum er kunnugt liafði hið þýzka BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.