Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 23
höndum á launakjörum sænskra banka- manna á árunum 1941 til 1945. Er hann hafði lokið máli sínu, lluttu fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum stutt- ar skýrslur hver frá sínu landi. Að lokum urðu svo nokkrar umræður um málið. Fyrsti liður á dagskrá þriðja mótsdágs- ins var: FÉLAGSLEG STAÐA STARFSMANNASAMTAKANNA Á NORÐURLÖNDUM. NDIR þessum lið voru fluttar athyglis- verðar ræður um félagslega þróun starfsmannasamtakanna stríðsárin. Síðan bankamannamótið 1939 var haldið, liöfðu skapazt skipuleg starfsmannasamtök í Finn- Iandi og þau þróazt og þroskazt til muna á öllum hinum Norðurlöndunum. Umræðuefnið snerist því næst aðallega um skilyrði til sköpunar vel skipulagðra starfsmannasamtaka hjá öllum frændþjóð- unura, en ennþá skortir mikið á, að þau séu fyrir hendi. Umræður urðu nokkrar og tók meðal annarra þátt í þeim framkvæmdastjórinn í starfsmannabandalaginu sænska. Þá var komið að öðrum lið dagskrár- innar: KYNNING NORRÆNNA BANKAMANNA. ORNAR voru fram og ræddar ýmsar tillögur. Þannig var rætt um möguleik- ann á þátttöku bankamanna frá öllum Norðurlöndum í námskeiðum, sem banka- mannasamböndin munu gangast fyrir, hvert um sig, almennt norrænt námskeið banka- manna, hópferðir bankamanna um Norð- urlönd og skipti á bankamönnum milli frændþjóðanna fimm. Vegna ásiandsins nú í sumum löndun- um, var ekki hægt að svo stöddu að taka endanlega ákvörðun í máli þessu. Samþykkt var því að fela Sænska bankamannasam- bandinu að undirbúa málið til næsta banka- mannamóts. Hin bankamannasamböndin skyldu senda sjónarmið sín og tillögur til Sænska bankamannasambandsins, sem svo skyldi vinna úr þeim og leggja niðurstöður sínar fyrir næsta mót. í samræmi við samþykkt, sem gerð var á bankamannamótinu í Helsingfors 1935, um gagnkvæma hjálp, þar á meðal fjárhags- lega, í neyðartilfellum, var Sambandi norskra bankastarfsmanna l'alið að koma með tillögur í málinti og leggja fyrir næsta bankamannamót. Seinni hluta síðasta dags mótsins hafði Halldau, Svíþjóð, aftur á hendi fundar- stjórn. Sleit hann mótinu og þakkaði full- trúunum fyrir athyglisverðar skýrslur, er þeir hefðu flutt og hið ágæta samstarf á mótinu. Bankamannamót eins og það, sem hér hefur verið skýrt frá, hafa oft verið haldin áður og hefur árangur jjótt misjafn og tölu- vert borið á jrví áliti hjá mönnurn, að mest bæri á dýrlegutn veizlum og glasaglaumi. Því skal ekki neitað, að fulltrúarnir nutu sérstakrar gestrisni af liendi Svía, bæði í mat og drykk, en Jtað var ekki því til fyrir- stöðu, að unnið væri af kappi alla mót- dagana, frá morgni til kvölds, enda tel ég árangur mótsins ágætan, að minnsta kosti er Jjað álit okkar, íslenzku fulltrúanna. Við höfum lært mikið af Jrví, og flutt heim með okkur mikið af prentuðum og fjölrit- uðum gögnum, sem óunnið er úr ennþá, en getur orðið okkur fyrirmynd við frekari uppbyggingu félagssamtaka okkar. Þá teljum við þetta norræna banka- mannamót almennt hafa haft þýðingar- Framh. á bls. 75. BANKABLAÐIÐ 7

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.