Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 28

Bankablaðið - 01.12.1946, Blaðsíða 28
dæmis mörgum aí bókum Alexanders Kiel- lands og Knuts Hamsuns. Jafnframt þess- ari aukningu verzlunarinnar vaknaði sú ósk hjá hinum framtaksdjörfu kaupmönn- um að losna undan fargi hinna erlendu lána, og ríkið kom til móts við þá með því að auka viðleitnina til að hraða þróun fjármálanna innan lands með það fyrir augum, að Danir gætu einnig í þessum efn- um verið sjálfum sér nógir. Afleiðing alls þessa var stofnun fyrsta bankans í Dan- mörku, en það var um 180. Það var hinn svonefndi Gjaldbanki, einkabanki, sem ríkið lagði blessun sína yfir. Var honum veittur réttur til að gefa út seðla, sem nefndust gjaldseðlar. Banka þessa biðu dapurleg örlög. Hvort sem þaðg hefur nú komið til af ónógri reynslu eða öðru, for- vaxtaði bankinn á nokkrunt árum svo mik- ið af ótryggum víxlum, að fólk missti allt traust á seðlum hans. Verðgildi þeirra varð svo að segja að engu, og eftir það varð að loka bankanum, og liafði starfsemi hans aldrei haft verulega þýðingu. Á rústum Gjaldbankans stofnaði ríkið því næst hinn svonefnda Ríkisbanka, banka, sem fékk einkarétt á seðlaútgáfunni, hinum svo- nefndu ríkisbankaseðlum. Bankanum vegn- aði vel í fyrstu, en þegar óhöppin í byrjun nítjándu aldar komu til sögu og landið varð fyrir hverju áfallinu af öðru vegna þátttöku sinnar í Napóleonsstyrjöklunum, uxu útgjökl ríkisins stórkostlega, og seðla- útgáfan var aukin að miklum mun. Afleið- ingin varð dýrtíð og ægilegt hrun seðla- gjaldeyrisins. svo að hann nam að lokum aðeins broti af verðgildi jjví, sem vera átti. Árið 1813 varð þessi banki danska ríkisins gjaldjjrota, og fjármál Danmerkur voru í algeru öngþveiti. Ríkið varð nú að endur- reisa Ríkisbankann á nýjum og traustari grunni. Hin slæma 'reynsla, sem fengizt hafði af {:>ví að draga ekki markalínu milli banka og ríkis,'varð mönnum hvöt þess að gera hinn nýja banka sem óháðastan rík- inu. Konungurinn gaf hátíðlegt fyrirheit um að reyna aldrei að hafa áhrif á stjórn bankans og hét Jjví að fela bankann í hend- ur hópi hluthafa, sem fyrst og fremst ættu fasteignir. Þetta fyrirheit konungsins var staðfest með sérstakri löggjöf 4. júlí 1818, en samkvæmt henni skyldi bankinn heita „Þjóðbankinn í Kaupmannahöfn“. Löggjöf jjessi hefur verið hinn lagalegi grundvöll- ur starfsemi bankans í 118 ár. Heiðurinn af þessu á fyrst og fremst mikilhæfasti lög- fræðingur Danmerkur á þessum tíma, vin- ur Öhlenschlágers og H. C. Andersens, Anders Sandöe Örsted. í ritgerð eftir hann um fjármál Danmerkur er að finna margt ]>að, sem lagt var til grundvallar setningu jjessarar löggjafar. Hann komst jjar meðal annars svo að orði um seðlana, ,,að engin löggjöf geti haldið seðlunum í verði, að- eins traust almennings". Orð þessi, sem okkur virðast svo sjálfsögð, hafa reynzt sorglega sönn, einnig á síðari tímum, þegar þeim hefur ekki verið sá gaumur gefinn sem skyldi. Stofnfjárins var aflað með eins konar eignarnámi til hags fyrir bankann, jafnframt því, sem lagt var á og þinglýst .veð á allar fasteignir landsins. Nam veð jjetta 6% af verðgildi eignanna og gekk fyrir öllum öðrum skuldbindingum, sem á eignunum livíldu, hin svonefnda banka- skuldbinding. Bankinn og eigandinn gátu krafizt allra kvaða þrátt fyrir Jjetta. Skjöl jjessi, sem, þveröfugt við önnur skuldabréf, var hægt að afhenda handhafa stimipil- frjálst, fengu brátt það orð á sig að vera öllum öðrum fjárveitingum tryggari. Þau voru upphaflega forvöxtuð með 6i/2%, en vextir Jjeirra hafa mjög breytzt á liðnum árum, og nú orðið hafa flest þeirra verið innleyst. Þó koma þau enn iðulega í leitir, einkum þegar um dánarbú er að ræða, og 12 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.