Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 6
Höfundur i alþjóðlegum félagsskap i Oxford.
tute of Bankers og meðlimir í fulltrúaráði
þess.
Þriðjudagsmorguninn 18. júlí var lagt
af stað til Oxford, en gerður stanz á leið-
inni og Windsorkastali skoðaður. Þessi sögu-
frægi kastali er nú að mestu leyti safn. Bú-
ið er þó enn í nokkrum hluta hans og
dvelst Bretlandsdrottning þar oft um helg-
ar með fjölskyldu sinni.
Eton-skólinn, sem er frægasti lieimavistar-
skóli Englands, stofnaður 1440, er þarna
skammt frá. Gafst okkur nokkrum færi á að
skjótast þangað, en ekki fengum við inn-
göngu, enda stóð kennsla sem hæst.
Til Oxford komum við síðari hluta dags,
en þar liafði skólanum verið fengið inni
í Christ Church, sem er eitt af fjölmörg-
um „colleges" í Oxford og eitt hið merk-
asta. Forystumenn sumarskólans kalla Christ
Church gjarnan íæðingarstað skólans, enda
var hann haldinn þar fyrstu tvö árin,
sem hann staríaði, og stundum síðan. Var
hverjum okkar fengið til íbúðar sérstakt
svefnherbergi, en setustofur höfðu menn
ýmist sér eða tveir saman.
Christ Church var stofnað snemma á
16. öld og eru elztu byggingarnar frá þeim
tíma. Síðan var stöðugt aukið við næstu ald-
ir og komu þar margir frægir arkitektar
við sögu, m. a. Sir Christopher Wren, sem
teiknaði turninn yfir aðalinnganginn, Tom’s
Tower, en hann þykir mikið listaverk.
Nákvtemlega fimm mínútur yfir níu á
liverju kvöldi slær klukkan í turninum
101 högg, og hefur reyndar gert síðan
hún var sett upp seint á 17. öld. Eru
klukkuslögin jafnmörg og þeir stúdentar,
sem fyrstir bjuggu í Christ Church.
I stórum dráttum var hverjum degi skip-
að þannig niður, að hlýtt var á fyrirlest-
ur að morgninum, dagurinn síðan til
frjálsrar ráðstöfunar, en umræðufundir að
kvöldinu. Mjög var vandað til fyrirlestr-
anna. Fyrirlesararnir voru allir enskir, flestir
hverjir mjög þekktir menn og viðurkenndir
sérfræðingar á því sviði, sem þeir töluðu
um. Einn þeirra var úr liópi gamalla nem-
enda skólans og var þessum „skólabróður“
okkar auðvitað sérdeilislega vel fagnað.
Fyrirlestrarnir voru allir innan ákveðins
ramma: „The City of London“ sem miðstöð
milliríkjaverzlunar og fjármagnsviðskipta.
þeir fjölluðu um eftirtalin efni:
Núverandi þróun heimsverzlunar og
greiðsluviðskipta, fluttur af A. J. Brown,
prófessor í hagfræði.
Sterlingspundið og milliríkjaverzlun,
fluttur af W. F. Crick,
Hlutverk ríkisstjórnar og seðlabanka í
milliríkjaviðskiptum, fluttur af R. S. Sayers,
prófessor í hagfræði.
4 BANKABLAÐIÐ