Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 16
vegis skuli prófað í öllum námsgreinum
skólans og fór prófið fram 7. desember.
Var það skriflegt og voru prófspurningar
38 og valdar af skólanefnd eftir tillögum
kennara. Skólauppsögn fór fram 15. des-
ember og fengu allir þeir nemendur, er
luku tilskildu prófi, próískírteini frá skól-
anum.
Skólanefndin.
Skólanefndina skipa nú eftirtaldir menn:
Björn Tryggvason skrifstofustjóri Seðla-
banka íslands.
Gunnlaugur G. Björnson fulltrúi í
afurðalánadeild Útvegsbanka íslands.
Hannes Pálsson útibússtjóri við Austur-
bæjarútibú Búnaðarbankans, og
Höskuldur Ólafsson fulltrúi í Lands-
banka íslands.
Kennslubækur og fræðslurit.
Það háir skólanum mjög, að það eru
•ekki til neinar hentugar íslenzkar kennslu-
bækur, bæklingar eða fræðslurit um banka-
starfsemi og bankamál. Það verður að vera
eitt af verkefnum skólans að ráða bót á
þessu og hefur þegar verið tekin ákvörðun
um það.
Lögfræðihandbók fyrir bankamenn.
Skólanefndin hefur farið þess á leit við
Vilhjálm K. Lúðvíksson lögfræðing, að
hann tæki saman lögfræðilega handbók fyr-
ir bankamenn, og hefur hann fallizt á það.
Handritið mun byggjast að mestu á fyr-
irlestrum þeim, er Vilhjálmur flutti á síð-
astliðnu ári á vegum skólans.
í stórum dráttum mun Vilhjálmur skipta
efninu í jrrjá megin þætti.
í fyrsta þættinum verður gerð grein
fyrir þeim réttarreglum, sem gilda um all-
ar athafnir manna gagnvart bönkunum, svo
sem lögræði, heimild til að skuldbinda aðra
menn eða félög. Atriði, sem valda því, að
yfirlýsing manns eða athöfn hefur ekki
gildi. Og loks um fjármál hjóna.
í öðrum þættinum verður lýst reglunr
Jreim, sem gilda um skjöl þau, sem bank-
arnir nota mest, svo sem skuldabréf, víxla
og tékka. Einnig verður gerð grein fyrir
svokölluðum viðskiptabréfsreglum. Og loks
verður vikið að ógildingu skjala og verð-
bréfa.
í Jrriðja og síðasta þættinum verður gerð
grein fyrir því á hvern hátt bankarnir
tryggja sig fyrir hugsanlegu tjóni í viðskipt-
um sínum, þar með talin veð, þinglýsingar
og ábyrgðir á skuldum (sjálfskuldarábyrgð
og einföld ábyrgð).
Síðast í þessum þætti verður lýst réttar-
farsreglum, það er málsókn, aðför og nauð-
ungarsölu.
Handritið verður ekki lögfræðilegt í
þess orðs fyllstu merkingu. Því er ætlað að
vera starfsfólki bankanna til leiðbeiningar
í daglegu starfi. Aðeins gefnar reglur, sem
eru skýrar og ótvíræðar. Vafaatriði verða
ekki brotin til mergjar og atriði verða ekki
rakin svo tæmandi sé. Ef það gæti orðið
til þess að skapa bankamönnum öryggi i
starfi þeirra og gefið þeim leiðbeiningar
um, hvenær rétt er að leita til lögfræðinga
bankanna, jrá er tilganginum náð.
Bankaábyrgðir.
Skólanefnd hefur einnig falið Gunnari
H. Blöndal að taka saman efni um banka-
ábyrgðir (Commercial Documentary Letters
of Credit). Ábyrgðarviðskipti eru þegar orð-
in mjög víðtæk í íslenzkri utanríkisverzl-
un og mikilvægur þáttur í starfsemi bank-
anna.
Mun verða gerð grein fyrir bankaábyrgð-
14 BANKABLAÐIÐ