Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 9

Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 9
um saman um, að þessi vei/.la væri ein a£ ettirminnilegustu atburðum frá skólanum. Skólanum var slitið föstudagskvöldið 28. júlí við hátíðlega athöfn, þar sem m. a. var viðstaddur aðalbankastjóri Englandsbanka, jarlinn af Cromer, en hann hafði tekið við embætti sínu 1. júlí. Hann er maður rúm- lega fertugur að aldri og hefur ekki yngri aðalbankastjóri verið við þessa stofnun í tæplega 200 ár. Morguninn eftir dreifðist hópurinn, sum- arskólanum var lokið. Það verður ekki skilið svo við þessa grein, að ekki sé minnst á stjórn skólans og skipu- lag. Henry Eason, framkvæmdastjóri Insti- tute of Bankers og stjórnandi skólans, seg- ir, að unnið hafi verið að undirbúningi hans nær stöðugt í tvö ár. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Skipulag skólans var með þeim ágætum, að hvergi var á betra kosið, og var skólahaldið allt enskum bankamönn- um mjög til sóma, auk Jaess sem gestrisni Jjeirra og alúð var viðbrugðið. Sumarskólinn er fyrir löngu búinn að sanna tilverurétt sinn og okkur hér norður í hjara veraldar er ekki síður nauðsynlegt en (iðrum bankamiinnum, að eiga Jiess kost að sækja j)angað fróðleik og blanda geði við menn með gerólík sjónarmið. Tuttugu oé fiuim ára starfsafmæli Svanbjörn Frímannsson, bankastjóri, átti tuttugu og fimm ára starfsafmæli í Landsbankanum 23. marz s. 1., sem banka- maður á hann enn lengri starfsaldur að baki, en hann var um árabil starfsmaður Útvegsbankans á Akureyri og er meðal stolnenda að Starfsmannafélagi Útvegs- bankans. Sextiu og fimm ára: Haraldur Jokannessen aðalfékirSir Haraldur Johannessen, aðalféhirðir Landsbanka Islands, varð sextíu og fimm ára hinn 5. apríl s.l. Ekki verður að Jjessu sinni rakin ætt hans eða uppruni, en vitað er að hann er af góðum stofni, þéttur á velli og íastur fyrir, ef J)ví er að skipta. Haraldur réðist í þjónustu Landsbankans fyrir nær fjörtíu árum og hefur helgað stofnuninni ævistarlið. Þar hefur hann gegnt ýmsum mikilvægum trúnaðarstörf- um og ber þar hæst störf hans sem aðal- fulltrúi í víxladeild og nú hin síðari ár, sem aðalféhirðir bankans. Öll störf hefir hann rækt af alúð og snyrtimennska í starfi er honum í blóð borin. Á yngri áruni tók Haraldur virkan þátt í félagsmálum og var tim árabil forystumað- ur m. a. í íþróttafélagi Reykjavíkur. Hann átti drjúgan J)átt í stofnun Félags starfs- manna Landsbanka íslands árið 1928. Hann átti sæti í fyrstu stjórn íclagsins og var J)ar í forystu um margra ára skeið. Þá var Har- aldur einn af hvatamönnum að stofnun Sambands íslenzkra bankamanna og fyrsti forseti sambandsins. Bankablaðið studdi hann með ráðuni og dáð, skrifaði þar ntarg- ar hvatningagreinar til stuðnings samtök- um bankamanna. Þó að Haraldur hafi ekki hin síðari ár haft mikil afskipti af félagsmálum banka- manna, ])á hefur hann ætíð verið boðinn og búinn til að leggja okkur yngri mönn- unum í samtökunum góð ráð og leiðbein- ingar. I nafni íslenzkra bankamanna færi ég Haraldi Johannessen og fjölskyldu hans beztu heillaóskir í tilefni afmælisins. BANKABLAÐIÐ 7

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.