Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 3
28. árg. 1.-2. tölubl. 1962. Avarp frá framkvæmdanefnd kúsky^ingarisjóðs Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, var aðalfundur Fulltrúaráðs Sam- bands íslenzkra bankamanna haldinn dag- ana 27. og 28. okt. 1961. Meðal samþykkta aðalfundarins er áskorun til sambandsfélag- anna að gera átak til efiingar framtíðar- starfinu með því að koma upp eigin húsnæði yfir S.I.B. og starfsemi þess. Þar er skorað á hvern sambandsfélaga að greiða á næstu tveim árum mánaðarlega tuttugu krónur, eða í einu lagi tvö hundruð og fjörutíu krónur á ári, næstu tvö árin í framkvæmd- arsjóð sambandsins, sem skuli varið til kaupa á húsnæði fyrir starfsemina og Bankablaðið. Það þarf ekki að fjölyrða hér um það vandræðaástand, sem S.Í.B. hefur átt við að búa, allt frá stofnun þess, hvað sama- stað snertir og annan aðbúnað af hálfu sam- bandsfélaganna. Það hefur aldrei haft neinn samastað fyrir starfsemi sína, Bankablaðið, skjöl og annað tilheyrandi. Einasti samastaðurinn hefur verið vel- vilji starfsmannafélaganna, sem skotið hafa skjólshúsi yfir það, hvert í sínum banka, eftir því sem ástæður leyfðu hverju sinni. Ástandið er þannig í dag eftir rúmlega tuttugu og fimm ára starf, að í eigu S. í. B., er einn skápur í geymslu í Landsbank- BANKABLAÐIÐ 1

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.