Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 31

Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 31
og voru sumar þeirra mjög skemmtilegar. Á áttunda fundinum voru almennar umræður um Keflavíkursjónvarpið, og hafði einn þátttakandi framsöguerindi um það mál, en síðan voru almennar umræður. Var fjör mikið og kom þar m.a. fram, að íslendinga- sögurnar væru ekki annað en kúrekasögur í augum útlendinga, og eins að Jesse James væri ekki twistlagahöfundur, eins og ein- hver vildi halda fram, heldur einn þekktasti kúreki úr Villta Vestrinu. A níunda fund- inum voru almennar umræður um áfengis- mál, og voru kosnir tveir frummælendur, annar skyldi vera meðmæltur áfengi, en hinn algjör bindindis- og bann-maður. Einnig var þátttakendum skipt í tvo flokka og skyldu þeir styðja annan hvorn frum- mælandann í því að halda fram sínu máli. Námskeiðinu var svo slitið á tíunda fund- inum 29. marz með sameiginlegri kaffi- drykkju og þótti tilhlýðilegt að á þeim fundi yrði málfundaræfingin hátíðlegt ávarp eða skálaræða. Á þessum fundi var formanni stjórnar Sambands íslenzkra bankamanna afhent skrautritað skjal frá þátttakendum með þökk fyrir það, að nám- skeiðið skyldi hafa verið haldið. Eins og að framan sést hefur margt fróð- legt og skemmtilegt skeð á þessu fyrsta mál- fundanámskeiði S.Í.B. Ég vil nota þetta tækifæri, og ég veit að ég mæli fyrir munn allra þátttakenda, til að þakka stjórn S.Í.B. fyrir að halda þetta námskeið og vonast til að áframhald verði á þessari starfsemi í framtíðinni. Ennfremur vil ég þakka und- irbúningsnefndinni fyrir þann skerf, sem hún hefur lagt að mörkum til þess að unnt væri að halda það. Þá vil ég benda banka- mönnum á, að þeir geti orðið margs vísari við að sækja námskeið sem þetta, um leið og þeir sýna, að þeir kunni að meta að verðleikum viðleitni stjórnar S.Í.B. til að auka félagslífið í bönkunum. Stefán Hilmarsson bankastjóri Stefán Hilmarsson, lögfræðingur, var skipaður bankastjóri við Búnaðarbanka ís- lands 1. janúar s.l. Hinn nýskipaði bankastjóri hefir aðal- lega starfað i utanríkisþjónustunni og nú síðast sem sendiráðsritari og aðalræðismað- ur í Washington. í gegnum störf sín heima og erlendis hefir Stefán Hilmarsson hlotið mikla starfs- reynslu, sem væntanlega reynist honum gótt veganesti í hinu nýja og vandasama starfi. Bankablaðið árnar bankastjóranum heilla í störfum. Gunnlaugur Kristjánsson, fulltrúi í bók- haldsdeild Landsbankans, var skipaður að- albókari 1. janúar s.l. Höskuldur Ólafsson, aðalfulltrúi ’ í bók- haldsdeild Landsbankans, var skiþaður skrifstofustjóri aðalskrifstofu bankans frá 1. janúar s.l. BANKABLAÐIÐ 29

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.