Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 35
Félaásmál bankamanna
Sveitakeppni í tennis.
Samband íslenzkra bankamanna ákvað
snemma í vetur að efna til keppni í borð-
tennis milli bankanna. Öllum sambands-
félögum var heimil þátttaka, en aðeins
tvær sveitir rnættu til leiks frá Landsbank-
anunr og Útvegsbankanum. Hvor sveit var
skipuð finnn mönnum og fór keppnin fram
í fundarsal starfsmanna Landsbankans.
Leikur fór þannig að sveit Landsbankans
vann yfirburðasigur. Keppt var um verð-
launagrip, sem Verzlunarbanki íslands h.f.
liafði gefið til keppninnar og var afhentur
sigurvegurunum í kaffisamsæti, sem haldið
var í Útvegsbankanunr 3. maí s.l. Höskuld-
ur Ólafsson, bankastjóri afhenti bikarinn
og skal keppt um hann árlega og vinnst til
eignar þrisvar sinnum í röð, eða fimm
sinnum alls.
Sveitakeppni í bridge.
Þá er einnig lokið sveitakeppni í bridge
á vegum S.Í.B. í keppninni tóku þátt sex
sveitir. Tvær sveitir frá F.S.L.Í. og Starfs-
mannafélagi Útvegsbankans, ein sveit frá
Starísmannafélagi Iðnaðarbankans og Bún-
aðarbankans.
Spilað var til skiptis í húsakynnunr starfs-
manna Búnaðarbankans, Útvegsbankans og
Landsbankans. Keppni var afar jöfn og
spennandi og ógerlegt að spá um úrslit, fyrr
en líða tók á síðasta spilakvöldið.
Keppninni lauk með naumum sigri Iðn-
aðarbankans, sem hlaut 21 stig, næst kom
sveit Útvegsbankans með 19 stig, en þriðja
var sveit Landsbankans, þá sveit Búnaðar-
bankans, B-sveit Landsbankans og neðst
B.-sveit Útvegsbankans.
Keppt var um verðlaunagrip sem Út-
vegsbanki íslands hafði gefið til keppninn-
ar og var hann afhentur í kaffisamsæti í
Útvegsbankanum 23. maí s.l. Jóhann Haf-
stein bankastjóri afhenti sigurvegurunum
gripinn, en fyrirliði sveitarinnar var Símon
Símonarson. Bikarinn vinnst til eignar
þrisvar sinnum í röð, eða fimm sinnum alls.
Knattspyrnukeppnin.
Að venju fór fram í sumar hin árlega
keppni milli bankanna í knattspyrnu. Að-
eins tvær sveitir, frá Landsbankanum og
Útvegsbankanum, tóku þátt í keppninni.
Fyrri leikurinn fór þannig að jafntefli
varð, eitt mark gegn einu og skoraði lið
Landsbankans bæði mörkin og má það telj-
ast út af fyrir sig gott afrek. Síðari leikn-
um lauk með sigri Landsbankans og töp-
uðu Útvegsbanka-menn af bikarnum, sem
þeir hefðu annars nú unnið til eignar.
Fullvíst má telja að úr því sem komið er,
verði hinni árlegu knattspyrnukeppni hald-
ið áfram a. m. k. tvö ár til viðbótar banka-
mönnum til ánægju og áhorfendum til
hrellingar. Keppni fór fram á Háskólavell-
inum í kalsaveðri, en sæmilegu skyggni.
Knattspyrnubikarinn var afhentur í hófi,
sem Starfsmannafélag Útvegsbankans hélt
til heiðurs liðum Landsbankans og Útvegs-
bankans miðvikudaginn 14. nóv. s.l. For-
maður Starfsmannafélags Útvegsbankans
bauð knattspyrnumenn bankanna vel-
komna og fór nokkrum orðum um kapp-
leiki bankamanna fyrr á árum. Þá hefðu
venjulega keppt þrjú lið, þ. e. Útvegsbank-
inn, Landsbankinn og Búnaðarbankinn.
BANKABLAÐIÐ 33