Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 27
EINAR A. JÓNSSON:
SparisjóSur Reykjavíkur og nágrennis 30 ára
Hinn 23. janúar 1932 var formlega geng-
ið frá stofnun sparisjóðsins á fundi í bað-
stoíu iðnaðarmanna í Iðnskólanum gamla,
en fyrsti undirbúningslundurinn að stofn-
un hans var haldinn 15. maí 1930. Tók sjóð-
urinn til starfa 28. apríl 1932.
Frumkvæðið að stofnun sparisjóðsins áttu
félagsnrenn úr Iðnaðarmannafélaginu, og
höfðu á fundi, er haldinn var 27. febrúar
1930, kosið nefnd til þess að atliuga um
stofnun sparisjóðs. í nefndina voru kosnir
finrm menn, sem allir eru nú látnir, en þeir
voru Björn Kristjánsson, alþingismaður,
Jón Þorláksson, fyrrv. ráðherra, Knud Zim-
sen, borgarstjóri, Sigurður Halldórsson, tré-
smíðameistari og Jón Halldórsson, hús-
gagnasmíðameistari. Nefndin kaus sér for-
mann Björn Kristjánsson og ritara Jón
Þorláksson.
í fyrstu stjórn sparisjóðsins voru kosnir
Jón Þorláksson, fyrrv. ráðherra, Gústaf A.
Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, Jón Hall-
dórsson, húsgagnasmíðameistari, Guðmund-
ur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar og
Helgi H. Eiríksson, skólastjóri.
Fyrstu endurskoðendur voru kjörnir Ein-
ar Erlendsson, húsameistari, og Björn Steff-
ensen, endurskoðandi.
Jón Þorláksson var kjörinn fyrsti for-
maður sjóðsins og var það til dauðadags.
Næsti formaður var Guðmundur Ásbjörns-
son, forseti bæjarstjórnar, og gegndi hann
lengst allra formannsstörfum sjóðsins. Eftir
andlát hans tók við formennsku Helgi H.
Eiríksson, skólastjóri, og gegndi hann því
starfi, þar til hann var ráðinn bankastjóri
Iðnaðarbanka íslands. Núverandi fonnað-
ur, Einar Erlendsson, fyrrv. húsameistari
ríkisins, tók við af lionum, en Einar var
kjörinn fyrsti endurskoðandi sjóðsins og
hefur því starfað við hann frá byrjun.
Stjórn sparisjóðsins er skipuð fimm
mönnum, og kjósa ábyrgðarmenn, sem eru
74 að tölu, þrjá af þeim, en bæjarstjórn
tvo og einnig báða endurskoðendur, en
Björn Steffensen hefur verið endurskoðandi
sjóðsins frá stofnun. Núverandi stjórn sjóðs-
ins er skipuð eftirtöldum mönnum: Einar
Erlendsson, fyrrv. húsameistari ríkisins, for-
maður, Sigmundur Halldórsson, arkitekt,
Ásgeir Bjarnason, skrifstofustjóri, Bjarní
Benediktsson, ráðhetTa og Baldvin Tryggva-
son, framkvæmdastjóri.
Sparisjóðsstjórar hafa verið tveir frá
stofnun hans. Fyrstu 10 árin annaðist Ásgeir
Bjarnason framkvæmdastjórn, en síðustu 20
árin hefur Hörður Þórðarson gegnt því
embætti. Gjaldkerar sjóðsins hafa verið
tveir frá upphafi. Fyrsti gjaldkeri sjóðsins
var Einar Magnússon, en núverandi Einar
A. Jónsson, er starfað hefur við sjóðinn
síðastliðin 20 ár.
Vöxtur sparisjóðsins hefur verið ótrúleg-
ur, t. d. voru á fyrsta aðalfundi sjóðsins 1933
lagðir fram reikningar, og voru þá spari-
sjóðsinnstæður 400 þúsund, en nú eru þær
um 140 milljónir, og varasjóðurinn nemur
nú rúmum 8 milljónum. Viðskiptamenn
parisjóðsins eru um 18000, og eru þeir úr
öllum stéttum þjóðfélagsins.
Starfsemi sparisjóðsins hefur svo að segja
eingöngu beinzt að því að veita íbúðalán.
BANKABLAÐIÐ 25