Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 26
FIMMTUGUR: Adolí Bjöntsson bankafulltnii Adol£ Björnsson, fulltrúi í Útvegsbanka íslands, átti fimmtugsafmæli 18. apríl s.l. Enda þótt ekki sé enn tímabært að rekja æviferil eða ævistörf þessa merka manns og ágæta félaga, sem nú er á bezta aldursskeiði og á vonandi langan starfsferil eftir, verður ekki hjá því komizt að minnast hans að nokkru í sambandi við þetta merkisafmæli hans. Adolf Björnsson hefur um áratugi verið í forystusveit í félagsmálum íslenzkra bankamanna og markað varanleg fram- faraspor á því sviði. Hann hefur um langt skeið verið formaður í starfsmannafélagi Útvegsbankans og ýmist formaður eða með- stjórnandi í Sambandi íslenzkra banka- manna. Með dugnaði, framsýni og ábyrgri afstöðu í forystu þessara samtaka liefur hann átt ríkan þátt í að skapa þeim þá virðingu og það traust, sem þau nú njóta, bæði meðal bankamannastéttarinnar og hjá stjórnendum bankanna. Þeir, sem muna þau viðhorf, sem voru almennt ríkjandi í þessum efnum, um það leyti sem samtök bankamanna hófu starf- semi sína, hljótaaðmeta mikils þann árang- ur, sem þau hafa náð, en þann árangur má m. a. þakka Adolf Björnssyni. Hann hefur verið óþreytandi í félagsmálastarf- inu og unnið að þeirn með lipurð, hátt- vísi og drengilegri framkomu, sem hafa aflað honum óskoraðs trausts og vinsælda. Hin umfangsmiklu félagsmálastörf Adolfs Björnssonar hafa þó aðeins verið aukastörf meðal rnargra annarra aukastarfa, sem hann Formaður S.í.li., lijarni G. Magnússon, ajhend- ir Adolf Björnssyni heiðursskjal og gullmerki sambandsins i tilefni af fimmtugsafnuelinu. hefur unnið að félagsmálum og fram- kvæmdamálum fyrir þjóð sína og bæjarfé- lag. Öll þessi Ijölbreyttu störf Adolf Björns- sonar, bæði í bankanum og utan hans, bera vott um áhuga, umbótavilja og óvenjuleg- an félagsmálaþroska. Á fimmtugsafmæli Adolf Björnssonar mátti glöggt sjá hverrar virðingar og vin- sælda hann nýtur, bæði meðal samstarfs- manna og annarra, sem hann hefur átt sam- skipti við, en þá var hann heiðraður á marg- víslegan hátt og honum færðar verðugar þakkir. Ég vil að lokum færa honum þakk- ir fyrir langt og ánægjulegt samstarf, ein- læga vináttu og drengskap í öllum okkar samskiptum og óska honum framtíðarheilla. E.H. 24 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.