Bankablaðið - 01.12.1966, Síða 6

Bankablaðið - 01.12.1966, Síða 6
SIGURÐUR ÖRN EINARSSON: Finlands Bankmannaförbund Hinn lfi. nóvember 1931 var haldinn stofnfundur Finlands Bankmannaförbund. Sambandið átti því 35 ára afmæli nýlega og var þess minnst sérslaklega dagana 4.-6. nóvember s. 1. í Helsinki og þá jafnframt haldið ársþing Finlands Bankmannaför- bund. Undirritaður var fulltrúi S.Í.B. við hátíðahöldin og eins á ársþingi F.B.F'. Hátíðahöldin hól'ust með móttöku í hús- næði F. B. F. á Lönnrotsgatan 23a föstudag- inn 4. nóvember kl. 12.00. I>ar voru m. a. mættir fulltrúar bankamannasambandanna á hinum Norðurlöndunum og afhentum við þar gjafir hver frá sínu sambandi. Mér veittist sú ánægja fyrir hönd S. í. B. að af- henda F'. B. F. afsteypu af styttu Ásmund- ar Sveinssonar myndhöggvara „Kona með strokk“. Kl. 18.00 sama dag var aftur safn- ast saman lil athafnar sem á dagskránni var kölluð „fanspikning", sem er í því fólg- in, að liver viðstaddur rekur einn nagla í stöng og festir með því fána sambandsins á fánastöng, en F. B. F. hefur nú nýlega látið gera félagsfána fyrir sig og var hann vígður daginn eftir, svo sem fram kemur hér á eftir. Laugardaginn 5. nóvember kl. 9.00 hófst svo árasfundur F. B. F. og var hann hald- inn í húsakynnum finsks karlakórs. Þar flutti ég stutta kveðju frá S. í. B. til þings- ins og finnskra bankantanna. Eftir kveðjur frá erlendum gestum var gengið til venju- legra aðalfundarstarfa þar sem m. a. for- maður F. B. F. flutti skýrslu stjórnar fyrir yfirstandandi starfsár. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnarinnar og var hún síðan lögð fyrir allsherjarnefnd til athug- unar. Lesnir voru upp reikningar fyrir sama tímabil. Fundi var haldið áfram fram yfir hádegi, en kl. 15.00 var hátíðasam- koma í fundarsal háskólastúdenta. Þar flutti Kaj Saxen yfirlit yfir sögu F. B. F. frá stofnun. F'luttar voru kveðjur frá Við- skiptamálaráðherra, frá bankasamtökum, frá TOC (nokkurs konar ASÍ þeirra Finna) og frá Norræna bankamannasam- bandinu. Einn af fyrstu formönnum F. B. Paavo Aarino vígði fána F. B. F. og var hann borinn í salinn við mikla viðhöfn og var það mjög hátíðleg stund. Nokkrir af GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! KR. ÞORVALDSSON & CO. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! SÆLGÆTISGERÐIN OPAL H.F. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! DRÁTTARVÉLAR H.F. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! HAMPIÐJAN H.F. 4 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.