Bankablaðið - 01.12.1966, Page 27

Bankablaðið - 01.12.1966, Page 27
SEXTUGUR: PÉTUR BENEDIKTSSON bankastjóri Pétur Benediktsson, bankastjóri, átti sex- tugsafmæli hinn 8. des. s.l. Þessa þjóðkunna manns hefir verið rækilega minnst í blöð- um. Skal hér fáu við bætt, aðeins stutt afmæliskveðja. Sex tugir ára er ekki hár aldur, og ef að líkum lætur, Jtá er enn langt starf fram- undan hjá afmælisbarninu. Lengst af starfs- aldrinum hefir Pétur Benediktsson starfað erlendis, sem starfsmaður í utanríkisþjón- ustunni og sendiherra. Vafalaust hafa Jrau störf oft verið vandmeðfarin og erilsöm, en Jrað er mál Jteirra sem til Jrekkja, að forsjá okkar mála hafi verið Jtar í góðum og traustum höndurn. Eitt er víst að þessi starfs- reynsla afmælisbarnsins hefir komið að góð- um notum í Landsbanka íslands. Það eru liðlega ellefu ár frá því, að Pétur Benediktsson flutti heim með fjölskyldu sína og gerðist bankastjóri í Landsbankan- um. Starfsferill hans hefir verið hér, sem áður með ágætum. Hann hefir reynst traustur í starfi og vaxið Jtar með ári hverju. Virtur af starfsfólki bankans, sem viðskiptavinum. Umsvifamikill á vettvangi félagsmála og falið æðstu trúnaðarstörf, svo sem formannssæti í Stúdentafélagi Reykja- víkur. Ekki verður um Jtað deilt, að alltaf er eitthvað að gerast kringum afmælis- barnið. Hann er ómyrkur í máli. Fastur fyrir, ef á hann er leitað. Traustvekjandi í daglegri umgengni. SJÖTUG: Ragnheiður Jónsdóttir Ragnheiður Jónsdótir, fyrrum fulltrúi í Innheimtudeild Landsbanka íslands, átti sjötugsafmæli hinn 25. nóv. s. 1. Meðan hún siarfaði í bankanum var hún mjög athafna- söm á sviði félagsmála. Átti sæti í stjórn Félags starfsmanna Landsbanka íslands um árabil, var fulltrúi félagsins á Jtingum Sambands íslenzkra bankamanna. Hefir leyst mikið og gott starf af hendi við bóka- safn starfsmanna bankans og vinnur enn að þeim málum. Ragnheiður var mjög lið- tækur og áhugasamur félagi að öllu sem mátti verða starfsmönnum Landsbankans til framdráttar. Ég vil nota Jretta tækifæri til Jsess að Jjakka afmælisbarninu mikið og gott sam- starf, en við áttum samleið í stjórn F.S.L.Í. um árabil, en var hún ávallt boðin og búin til að taka að sér störf fyrir félagið. Munu Jrað ótaldar stundir, sem hún eyddi í Jrau mál, og eru henni hér með, Jrótt seint sé færðar hjartans Jjakkir. BANKABLAÐIö 25

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.