Bankablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 35

Bankablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 35
Frá Starfsmannafélagi Seðlabankans Segja má að lífið hafi gengið sinn vana- ganga hjá S. F. S. Aðalfundur félagsins var haldinn í janúar og eftirtalin kosin í stjórn félagsins fyrir næsta kjörtímabil: Stefán M. Gunnarsson, formaður. Ágústa Johnson, ritari. Stefán B. Stefánsson, gjaldkeri. Guðjón Jónsson, varaformaður. Sigfús Styrkársson, meðstjórnandi. Til vara Sighvatur Jónasson og Jón V. Halklórsson. Skakferð. í maí var efnt til skakferðar, þátttaka var nú ekki nema í meðallagi, enda sjóveður slæmt. Sjóveiki gerði nokkuð vart við sig varð veiði mjög lítil. Sumarferðalag. Farið var í sumarferðalag í júlímánuði. Farið var í Þórsmörk og gist þar eina nótt. Þátttaka var mjög góð og heppnaðist ferð- in vel í alla staði. Síðar, eða um haustið, var efnt til myndasýningar úr þeirri ferð og fleirum og rifjuð þannig upp mörg góð endurminning úr ferðinni og öðrum slík- um. Jólagleði félagsins var haldin 10. des. s. 1. og hefur hún aldrei verið svo fjölmenn. Þegar þetta er ritað, er fram undan jóla- trésskemmtun fyrir börn félagsmanna, og einhvern veginn er það svo, að til lienn- ar hlakka bæði börnin og þeir fullorðnu. Blaðaútgáfa. Á árinu hóf S. F. S. útgáfu blaðs, sem ætl- að er að koma út eftir þörfum og ástæðum. Blaðið nefnist SFS-tíðindi. Fyrsta tölublað- ið var að mestu helgað Þórsmerkurferða- lagi því, sem áður er um getið. Næsta tölu- blað er nú í undirbúningi. Á vegum Starfsmannafélagsins og með styrk frá Seðlabankanum fóru tveir menn, þeir Jóhann T. Ingjaldssoon og Stefán M. Gunnarsson á viku námskeið, sem haldið var á „Venastul“, dvalarheimili eða kannske öllu heldur fjallahóteli Norges Bank, í september s. 1. Frá því ferðalagi verður nánar greint í næsta blaði SFS-tíð- inda. Aðalféhirðir Seðlabankans, Þorvarður Þorvarðsson, varð 65 ára á árinu. Þorvarð- ur hefur starfað í Landsbankanum og Seðlabankanum í meira en fjörutíu ár og notið almennra vinsælda samstarfsfólks síns. Starfsfólk Seðlabankans tók sig sam- an og færði Þorvarði gullúr að gjöf í til- efni þessara tímamóta og sem þakklætis- vott fyrir langa og stutta samveru í bank- anum. Þorvarður bauð öllu starfsfólki bank- ans heim til sín þennan dag og var það mikill og góður fagnaður. Á þessum stað skulu honum enn færðar hamingjuóskir og þakkir. Sigtryggur Klemensson tók til starfa sem bankastjóri Seðlabankans 1. júlí s. 1. Starfs- mannafélag Seðlabankans notar þetta tæki- færi til að bjóða hann velkominn og efast ekki um að framundan sé gott samstarf við hann um ókomna tíð. 13. des. 1966. SMG. GLEÐIlECt JÓL! Farsœlt nýtt ár' OTTO A. MICHELSEN BANKABLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.