Bankablaðið - 01.07.1974, Side 13

Bankablaðið - 01.07.1974, Side 13
IHlhelm Sieinsen lælur af slörfum Fyrir skömmu lét af störfum í Lands- bankanum Yilhelm Steinssen, deildar- stjóri, eftir 47 ára starf. En með því að blaðið vildi gjaman fá að spjalla litla stmid við hinn gamalreynda starfsbróður, þá snémm við okkur til Vilhelms og lögð- um fyrir hann nokkrar spumingar, næst- um því af handahófi. •— Hvar varstu nú borinn í þennan heim og hvar eyddirSu bensku- og uppvaxtar- árunum? — Eg er fæddur í Olafsvík, þar sem ég ólst upp í svonefndu „Læknishúsi”, því í þá tíð gengu húsin ýmist undir sérstöku nafni eða þau vom kennd við eiganda sinn. — Var faðir þinn lœknir þeirra Snœ- jellinga? — Já, hann var það, og gegndi auk þess ýmsum öðmm trúnaðarstörfum, var með- al annars þingmaður Snæfellinga í 18 ár — Hvaða framtíSardrauma áttirðu þér svo þarna vestra sem unglingur? — Eg átti mér í rauninni tvær hugsjón- ir, sem ekki var svo auðvelt að gera upp á milli. Annars vegar að komast í Sjómanna- skólann og á sjóinn, eða að ná mér í góða jörð og fara að búa. Hafði ég einna helst augastað á hinu foma höfðingjasetri Fróðá. — HugSirSu aldrei á langskólamenntun eins og margir gerSu? ■— Nei, ekki gerði ég það, en foreldrar mínir vildu endilega að ég aflaði mér ein- hverrar framhaldsmenntimar, en ég var tregur. Þó gerði ég það fyrir móður mína, sem þá þjáðist af langvarandi sjúkdómi, að fara suður. Þar settist ég í Yerzlunar- skólann, því hann stóð styttst þeirra allra eða aðeins tvo vetur. Var ég þá 19 ára. — Hvernig stóS svo á því, aS þú, sem elskaSir sjóinn og landbúnaSinn fórst aS vinna í banka? — Það kom nú ekki til af góðu. Ég ætl- aði svo sannarlega aldrei að fara að vinna í banka. En svo var það árið 1926, að fað- ír minn lét mig vita, að hann væri búinn að útvega mér vinnu í Landsbankanum. Svo bætti hann því við, að Magnús Sig- urðsson hefði sagt, að vel gæti komið til, að ég yrði tendur til Englands til náms í bankafræðum, og að ef bankinn síðar BAKTECABLAÐIÐ — 11

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.