Bankablaðið - 01.07.1974, Page 15

Bankablaðið - 01.07.1974, Page 15
ur urðum við að greiða fyrir þetta á mánuði, sem var þá há liúsaleiga. — Hvernig vildu svo launin duga þegar til búskapar var stofnað? — Það var alveg ógernmgur fyrir tvo að draga fram lífið á þessu vesæla kaupi. Var ég því lengi að reyna að lierða mig upp í að fara og tala við einhvern yfir- hoðarann, því í þá tið var engin fastmótuð launareglugerð. Loks kom að því að þetta þoldi ekki frekari hið. Mamiaði ég mig því upp og gekk á fimd Georgs Olafssonar, banka- «tjóra, og lét 'hann vita, að ég væri nú að staðfesta ráð mitt og kæmist þvi ekki af með þau laim, sem ég nú hefði. Heldur voru þær daufar imdirtektimar sem ég fékk og virlist ekki liorfa vænlega um árangur. Þegar við höfðum rætt þetta íiokkra stund, kemur þama inn annar bankastjóri, Magnús Sigurðsson. Verður hann þess fljótt áskmja livað um er rætt og tekur undir með Georg. Töldu þeir báð- ir algjört óráð af ungum mönnum að hinda sig of fljótt, og fóm að segja mér allskyns sögur og ævintýri af fjárliags- vandræðum, sem þeir hefðu, sem tmgir, lent í úti í Kaupmannahöfn. Við allt þetta fór að síga verulega í mig, svo ég lireytti út úr mér, að ég legði lítið upp úr gömlum ævintýmm þeirra utan frá Kaupmannaliöfn. Og ef að bankinn væri ekki þess megnugur að gera svo við starfs- íólk sitt, að það gæti lifað mannsæmandi lífi á launimi sínmn, yrði ég að leita mér annars staðar lífsviðurværis. Og það skul- uð þið vita, bætti ég við, að ég ætla mér ekki að geynia það fram á gamals aldur, að stofna mitt eigið heimili og verður þá að fara sem fara vill. Að því búnu rauk ég á d)T og skellti liurðum. Þóttist ég nú vita, að eftir þetta mundi ég ekki kemba liærumar í Landsbankan- um. Eg varð því meira en lítið undrandi, þegar ég mn næstu mánaðamót fékk 50 króna launahækkun, sem varð til þess að komumst þolanlega af. — En snúum okkur nú aS öSru. Varst þú kominn viS bankann, þegar þeir voru aS brenna gamla peningaseSla niSri í kjall- ara, og svo myndarlega trekkti, aS eitthvaS af seSlunum hálfbrunnum eSa sviSnum ruku upp um reykháfinn og voru aS finnast hér og þar um bœinn? — Jú, líklega hef ég verið kominn í bankann, í það minnsta lieyrði ég oftlega á þetta minnst. — Er þaS rétt, aS á árunum upp lír 1920 hafi komiS fram villa á innlánum bank- ans, sem ekki tókst aS finna, og aS af þeim sökum hafi um nokkurt árabil orSiS aS gera sparisjóSinn upp meS ákveSinni skekkju? — Já, þetta er rétt. En skekkja sú, sem hér er um að ræða, var svo seinna afskrifuð og reyndist sparisjóðuriim jafn- an réttur eftir það. —- Þii tókst mikinn þátt í félagsmálum í bankanum? — Ekki get ég nú sagt það. Að vísu kom ég oftastnær á fundi, en þóttist vera orð- inn of gamalt til að liafa mig í frammi í ræðustél. Svo er það eitt sinn á fundi, að mér heyrist sem nafn mitt sé nefnt af ein- bverjum ræðumanni. Spyr ég því mann, tem næst mér sal, hvað þetta muni eiga að þýða. Segir þá sá hinn sami, að stung- hafi verið upp á mér sem formanni starfs- mannafélagsins. Og það er ekki að orð- lengja það, að i þetta var ég settur og var í því í tvö ár. — HvaS viltu nii ráSleggja því unga fólki, sem um þessar mundir er aS liefja störf í bönkunum? BANKABLAÐIÐ — 13

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.