Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 24

Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 24
Stefdn N. Gunnanson: Svæðasambönd Erindi flutt á vornámskeiSi S. I. B. 8. — 10. júní 1974 Eg mun liér á eftir gera tilraun til að útlista nokkuð þá hugmynd eða hugar- fóstur ýmsra áhrifaaðila innan S. I. B. um stofnim svokallaðra svæðasambanda. Eg vil þó í uppliafi taka fram, að þessi ræða mín er ekki á nokkum hátt flutt í nafni stjórnar S. I. B. heldur mim ég reyna að tína fram þær hugmyndir, sem ég hef gert mér tun málið. Hugmyndin um stofnun svæðasambanda er þegar orðin nokkurra ára og liefur satt að segja lítið þokað, þ ar sem strax í upp- liafi kom upp allmikil andstaða og þá fyrst og fremst frá stærstu starfsmanna- félögunum. Samt sem áður er þessi hug- mynd enn við líði og trú mín er sú, að ef Samband íslenskra bankamanna á það fyrir höndum að eflast og styrkjast, þann- ig að það verði virkara en nú er, sem afl í þjóðfélaginu sem verði að taka til- lit til, ekki síður en annarra launþega- samtaka, þá sé nauðsynlegt, jafnvel lífs- nauðsynlegt fyrir bankamenn að athuga sinn gang og huga betur að uppbyggingu sinna eigin samtaka. Til þess að samtök sem okkar geti orðið virkt og öflugt afl í þjóðfélaginu er, að mínu viti, tvennt nauðsynlegt, í fyrsta lagi einhugur livar sem er út á við og í öðru lagi fjölmenni, það er að segja að sam- tökin liafi innan sinna vébanda alla þá aðila, sem starfsstéttinni tilheyra. Áður en ég kem að því að skýra nánar livað í því felst, þegar talað er tun svæða- sambönd, þykir mér rétt að rifja upp þær greinar í löguni S. I. B., sem því máli við koma og því eru skyldastar. 2. gr. laga S. I. B. fjallar mn tilgang sambands- ins og þar segir: Tilgangur sambandsins er: a) Að vinna að skipulagðri félagsstarf- semi íslenskra bankamanna. b) Að gæta liagsmuna bankamanna í hvívetna. c) Að liafa forustu í starfs- og kjaramál- um bankamanna og vinna að því að bæta og samræma kjör þeirra í samvinnu við aðildarfélögin. d) Að vinna að því að auka alhhða menntun, þekkingu og starfshæfni banka- nianna, einkum í bankafræðilegum efnum, með blaðaútgáfu, fræðsluerindum, nám- skeiðmn eða á hvern þann hátt, sem heppi- legur er talinn á hverjum tíma. e) Að koma fram fyrir hönd íslenskra bankamanna á innlendum og erlendum vettvangi. 3. grein liljóðar svo: Bankamenn teljast samkvæmt lögum þessum, allir starfsmenn íslenskra banka og sparisjóða, enda gegni þeir slíkum störf- um sem aðalstarfi. 4. grein segir: Rétt til aðildar að sambandinu liafa: a) Starfsmannafél. banka og sparisjóða. b) Einstakhngar, sem starfa við shkar 22 — BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.