Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 33

Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 33
Þórir Kjdrtdimon BANKAFULLTRÚI MINNING Þeim fækkar nú óðum elclri starfsmönnun- um í Landsbanka Islands. Þórir Kjartans- son, bankafulltrúi, lést að Landsspítalan- um í Reykjavík 12. júní sl., 65 ára að aldri. Með Þóri er í valinn fallinn einn af eldri starfsmönnum Landsbankans, eftir fjörutíu ára starf. Hann var lengst af starfsmaður í víxladeild bankans og full- trúi þar bin síðari ár. Þórir var Reykvíkingur, fæddur 6. júní 1909. Sonur Kjartans Konráðssonar og Magnþóru Magnúsdóttur. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík 1928 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1933 og stundaði nokkuð lögfræðistörf, en réðist síðan í þjónustu Landsbanka Islands og var þar í ævistarfi. Hin síðari ár átti Þórir við mikla vanheilsu að stríða, en var allajafnan við störf í Landsbankanum þar til nú fyrir nokkrum mánuðum, að liann hefur háð sitt helstríð sem lauk eins og áður segir hinn 12. júní sl. Hann var kvænt- ur Steinunni Sveinsdóttur og áttu þau þrjú böm. Heimili bans var ógleymanlegt öll- um, sem þar til þekktu. Þórir var mikill og góður heimilisfaðir. I daglegri um- gengni var hann fremur fáskiptinn, en hvers manns hugljúfi við nánari kynn- ingu. Þórir var vel gerður maður að vallar- sýn. Kátur og hnittinn í framkomu. Traustur vinur vina sinna. A yngri árum tók Þórir mikinn þátt í starfi Knattspymufélagsins Víkings og varði mark í kappleikjum félagsins og varð að mig minnir Islandsmeistari. Þá starfaði hann all nokkuð í reglu Oddfell- owa. Nokkurn þátt tók hann einnig í fé- Iagsstarfi bankamanna. Við Ieiðarlok senda starfsmenn Lands- banka Islands aðstandendum Þóris samúð- arkveðjur. Þakka liinum látna ánægjulegt samstarf og harma fráfall hans. Bjarni G. Magnússon. A LÆKNINGASTOFUNNI. Miðaldra kona kom inn á lœkningastofu til þess aS fá penisilinsprautu. DálítiS feim- :n stóS hún svo þarna meS buxurnar dregn- ar lítiS eitt niSur á lœrin. „Hvorum megin á aS sprauta mig?" seg- ir konan. Lœknirinn sló þessu upp í gaman og sagSi: ,,þaS fer allt eftir því hvorum meg- in í pólitíkinni þér standiS.” Konan lét sér í engu bregSa, en svaraSi: „En ef ég nú vœri í miSflokknum” ? Hér lauk samtalinu sjálfkrafa. BANKABLAÐIÐ — 31

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.