Bankablaðið - 01.07.1974, Qupperneq 40
Jréilir frá
siarfsmannafélögunum
VR ALÞYÐUBANKANUM
Aðalfundur F. S. A. var lialdinn þann
24. maí 1974. I stjórn voru kosnir: Er-
lingur A. Jónsson, form., Elo Gartman,
gjaldk., Svanhildur Sigurðardóttir, ritari,
og varam. Steingrímur Þórðarson og Vil-
borg Bjarnadóttir.
Bankinn keypti í vor sumarbústað, sem
er í Rauðukusunesi (Kárastaðanesi) við
Þingvallavatn. Hann er af sömu gerð og
Lústaðir Landsbankans við Selvatn. Bú-
staðnum fylgja öll nauðsynleg búsáhöld,
og einnig bátur með utanborðsmótor.
Hverjam starfsmanni gefst kostur á einn-
ar viku dvöl í bústaðum ár hvert.
I vetur gengust nokkrir röskir piltar í
bankanum fyrir kaupum á borðtennis-
borði, sem komið var fyrir í kjallara bank-
ans. Er nú leikið af miklum áliuga, og
hafa borðtennismót þegar verið haldin.
A efstu hæð bankans er verið að inn-
rétta nýtt og fullkomið eldbús ásamt mat-
sal og setustofu fyrir starfsfólk. Þar verð-
ur hægt að lialda kvöldvökur og dans-
ieiki, einnig verður innréttað sérherbergi
fyrir starfseini Starfsmannafélagsins.
Nú hefur bankinn tekið I. B. M. kerfið í
sína þjónustu á flestum sviðum, og hefur
því öll starfsaðstaða breyst mjög til batn-
aðar.
ÚR VERSLUNARBANKANUM
Aðalfundur starfsmannafélagsins var
haldinn 2. maí 1974. Stjómin var þar ein-
róma endurkjörin og starfar því í eitt ár
í viðbót. I stjórn eru: Helgi Hólm, fomi.,
Þuríður Sölvadóttir, ritari, Gumilaugur
Sveinsson, gjaldkeri. I varastjóm vom kos-
in þau Guimar Þorvaldsson og Björg
Ingadóttir, þar eð Sigríður Jósefsdóttir gaf
ekki kost á sér.
Á fundinum var rætt um ráðstafanir á
peningasjóði félagsms, og komu fram ýms-
ar bugmyndir. T. d. að kaupa land fyrir
sumarbús. Sú hugmynd er þegar komin í
framkvæmd og er verið að festa kaup á
ca. 2 ha. landi í Þjórsárdal og síðan verð-
ur keypt sumarhús. Áætlað er, að fram-
kvæmdir hefjist nú í sumar.
Starfsfólk bankans befur í sumar, eins
eg í fyrra sumar, átt kost á orlofsdvöl á
sumarhóteli að Laugarvatni.
Tveir starfsmenn bankans sóttu vomám-
skeið S.I.B. að Bifröst í Borgarfirði dag-
ana 8.—10. júní.
Að lokum má nefna þá nýbreytni, sem
tekin var upp mn síðustu jól, að haldin
var jólatrésskemmtun að Hótel Loftleiðmn
fyrir börn starfsfólksins. Sú skemmtun var
mjög vel sótt og vel heppnuð.
tS — BANKABLAÐIÐ