Jazzblaðið - 01.03.1948, Side 4

Jazzblaðið - 01.03.1948, Side 4
•SlSSf :• Hallur S'ímonarson: ÍSLENZKIR H LJÓÐFÆRALEI KARAR Trausfi Th. Óskarsson Trausti Th. Óskarsson er fæddur hér í Reykjavík 19. nóv. 1927. Þegar hann var fimmtán ára gamall fékk hann mikinn á- huga fyrir guitar, en þá heyrði hann amer- ískan sjóliða, sem var hér í flotanum, leika á guitar í Rauða Kross bragganum við Hringbraut, en þangað kom Trausti oft því þar gat hann heyrt margar afbrags hermannahljómsveitir leika. Hann eignað- ist guitar litlu seinna og lærði þá nokkur grip hjá kunningja sínum, er bjó í sama húsi og hann. Um haustið 1943 byrjaði hann að læra hjá Sigurði Briem. Hjá hon- um var hann í nokkra mánuði eða þangað til hann var svo heppinn að kynnast amer- ískum hermanni, Wilson að nafni, er var góður guitarleikari. Wilson sá fljótt að í Trausta bjó efni í ágætan guitarleikara, og kom hann honum því í kynni við annan hermann, hinn þekkta guitarleikara Jimmy Webster, þegar hann varð að hverfa héðan af landi burt. Webster var mjög góður rhythma-leikari og hafði leikið með frægum bandarískum hljómsveitum, t. d. Benny Goodman. Trausti lærði mikið hjá honum og þó sérstaklega að slá góðan rhythma. En þar sem her- skyldan kallaði, varð Webster því miður að fara héðan af landi aðeins þrem mánuðum eftir að Trausti kynntist honum. Síðan hef- ur Trausti ekki notið neinnar kennslu svo teljandi sé. Um vorið 1944, byrjaði hann að leika á dansleikjum og þá aðallega á skóladansleikjum, og þegar samkomuhúsið Röðull tók til starfa lék hann þar niðri i nokkurn tíma. Sumarið 1945 byrjaði hanti að leika að Hótel Borg í hljómsveit Þóris Jónssonar. Hann lék þar eingöngu rhythma og fór honum mikið fram, sem hann þakkar að mestu Jóhannesi Eggertssyni, trommu- leikaranum í hljómsveit Þóris, en Jóhannes er eins og allir vita hinn færasti músikant og mjög góður rhythma-leikari. Eftir að hafa leikið með Borgarhljómsveitinni í tæpt ár, hætti Trausti og byrjaði í hinni nýju hljómsveit, er Baldur Kristjánsson píanó- leikari Borgarhljómsveitarinnar fór með í Tjarnarcafe. En hann var aðeins þrjá mán- uði með honum, því þá stofnaði hann ásamt Hilmari Skagefield og Ólafi Maríussyni tríó, sem þeir kölluðu „Hawaii-tríóið“. Þetta tríó varð mjög vinsælt, og komu þeir fram víða á skemmtunum og léku m. a. í út- varpið. En síðastliðið haust, þegar Kristján Kristjánsson stofnaði K.K.-sextettinn, réði hann Trausta til sín, en hann hefur nú fyrir stuttu, af óviðráðanlegum orsökum orðið að hætta þar. Það er annars eftirtektarvert hvað Trausti hefur náð mikilli leikni á guitar- inn, þegar það er athugað að um það bil, sem hann byi'jaði með hann, gerðist hann rakaranemi og jafnframt því að vinna allan daginn á rakarastofunni, þurfti hann að stunda nám í Iðnskólanum á kvöldin, svo að tími til æfinga var allt annað en góður, en það er með guitarinn eins og allt annað, að „æfingin skapar meistarann". Sem rhyth- ma-guitarleikari á Trausti vart sinn líkan 4 Ja;A/U,-,f

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.