Jazzblaðið - 01.03.1948, Side 15

Jazzblaðið - 01.03.1948, Side 15
I SVAVAR 5VARAR" 11 í grein sinni í síðasta liefti Jazzblaðsins segir Jón Múli, að endalaust megi deila um hvor leiki betur jazz Lawrance Brown eða Bill Harris og svo frv. Þetta er að lík- indum satt, því það fer alveg eftir per- sónulegum skoðunum manna, hvorir séu betri hvítir eða svartir. Finnst mér því rétt að láta mál þetta niður falla hér með. Þá höfum við ritað sín hvorar tvær greinarnar um þetta. Ég vil aðeins geta þess, að ég sagði ekki og segi ekki að þeir hvítu séu betri, heldur að þeir séu jafn- góðir. Svo ætla ég að víkja aðeins að þessari síðari grein Jóns. Hann tekur fram í lok hennar, að hann hafi aðeins heyrt jazz af plötum og stend ég þar skrefi framar, því ég hefi séð og heyrt fjölda jazzhljómsveita og vík ég nánar að því. Jón segir, að hver meðalmaður geti lært vélritun, matreiðslu o. s. frv. með sæmilegum árangri, en um list sé allt öðru máli að gegna. Þar komi til greina sérgáfur, sem mönnum eru í blóð bornar. I grein sinni í Landnemanum sagði hann, að jazz væri negrum í blóð borinn. Þetta tel ég hæpið, því ég hefi séð negrahljóm- sveitir gera misheppnaðar tilraunir til að leika jazz. Sem sagt, þeir gátu ekki leikið jazz. f þessum hljómsveitum hefur Jón alls ekki heyrt, sem ekki er von, því slíkar hljómsveitir kæra plötufyrirtækin sig ekk- ert um. En svo ég fari nú milliveginn þar eins og í hitt skiptið, þá segi ég líka að þeir hvítu geti verið alveg eins lé- legir og þeir svörtu. En að þeir séu verri, það mun ég aldrei viðurkenna. Það er reyndar margt fleira í grein Jóns, sem ég er ekki sammála honum um, en ég ætla ekki að fara nánar út í það, því eins og að framan getur, þá má endalaust deila um þetta og væri alveg eins gott að ég labb- aði niður í útvarp og rabbaði við Jón, í stað þess að eyða plássi í blaðinu og að þurfa svo að bíða í heilan mánuð eftir svari og svo í annan mánuð eftir að geta svarað því. Það er eins og sé búið að koma því inn hjá fólki, að hver einasti negri sé jazz- snillingur. Það koma varla svo negra- kokkar eða messastrákar hingað á amer- ísku leiguskipunum, að utan um þá flykkj- ist ekki hópur stráka, sem hrúga að þeim spurningum um jazz og jazzleikara, sem þeir, réttir og sléttir sjómenn, geta lítið svarað. Sumir hafa þó vit á því að ljúga að strákunum og segjast vera frændur Duke Ellingtons, bræður Gillespie og allt eftir því. Einn þeirra kvaðst vera frægur píanóleikari, en þegar hann var beðinn að leika var hann ,,því miður“ veikur í fingri. Svona gengur það til. Rex Stewart setur allt á annan endann á meginlandi Evrópu, segja dönsku blöðin. Það er þar eins og hér heima, þeir halda að það hljóti að vera gott fyrst negrar leika. Rex hefur aldrei verið neinn stórkostlegur snillingur, vart komið til greina i jazzkosningum, í það minnsta ekki síðari árin. Hann var nr. 31 í ár hjá Metronome. Rex er aftur á móti fyrsta flokks „show-man“, sem liann líka notfærir sér út í yztu æsar. Hljómsveit sú, sem Rex er með er frekar léleg, Sandy Williams er stærsta nafnið þar, en hann er reyndar fallandi stjarna eins og Stew- art. Hinn ungi Vernon Story er að líkind- um sá skársti í þessum hóp, enda er hann með nútíma-ideur í leik sínum. Þeir, sem ætla að fylgjast með jazzinum verða að gera sér grein fyrir breytingum þeim, sem hann tekur. Þeir sem ekkert sjá (og heyra) annað en jazz þann, sem leikinn var fyrir 20—30 árum eru jafn langt „úti að aka“ og maður, sem heldur því fram, að fyrstu Fordbílarnir séu betri en þeir, sem núna eru framleiddir.— S. G. ja.MaÁuí 15

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.