Jazzblaðið - 01.04.1948, Page 9

Jazzblaðið - 01.04.1948, Page 9
Negrasveit, sem kölluð var hinir fimm dndar rhytlimans, Teddy Bunn lék á gít- arinn, Virgil Scroggins trommaði með smá- sofli á ferðatösku vafna umbúðapappír, °S svo voru þrír ukulele-leikarar og var Leo Watson einn þeirra og söng líka, en songur hans var mjög ámóta og trombón- leikurinn hjá Benny Morton. Þessi hópur lék mjög létta og þó mjög æsandi músík. Eftir bannið fluttist Onyxinn niður og yfir götuna í stærri húsakynni, og Andar Khytmans fluttu með. Það liðu nokkrir dagar áður en Joe Helbock forstjóri fengi nfengisveitingaleyfi, og é meðan var stað- Urinn auðvitað svo að segja tómur. En þetta var byrjunin að því að gera Vestur- Eimmtugasta og annað stræti að mið- punkti swingsins. Þá er einnig skylt að fteta þess, að um þetta leyti kom „Wingy“ Wanone fram í Jam-klúbbnum, sem var til húsa í hótelkjallara skammt frá, en það stóð ekki nema í viku, því að síðan var staðnum lokað fyrir það, að nágrannarnir Urðu fyrir ónæði af samkundunni, sem stundaði gjálífi fram eftir nóttum og hafði 1 frammi allskyns léttúð. Þarna var dansgólf, og það náði engri átt að neita sér um að dansa við Mannone, „Matty“ Matlock, Eddie Miller, Ray Bau- duc og aðra. í þessari viku voru þeir Bud Ereeman og Fats Waller tíðir gestir þarna, °g það var líklega fyrsta góða jazzhljóm- sveitin, sem vakti mikla athygli í New York síðan Wolverines héldu hljómleik- ana í Cinderella 1924. Á þessu stigi máls- •ns áttu swingáhugamennirnir eftir að koma fram. Þeir létu samt ekki standa á sér. Eitt árið mátti sjá þá vaxa með vikulegum hópum alviturra skóladrengja og hraustra og laglegra ungra stúlkna, sem vissu nú ekki lengur, hvort þau ættu að hlusta á „Wingy“ Mannone eða „Stuff“ Smith eða fara á skíðum eða horfa á sólaruppkomu eða hvort til væri nokkuð annað betra. Það var líka gaman og góð músík við Austur-Fimmtugasta og annað stræti. Eg man eftir Mike Riley, þegar hann lék ein- leik á rafmagnstrombón af djöfullegum móði, og fléttaði stíl allra annara inn í leikinn og æpti svo upp úr þurru eða í miðju kafi: „Halló, Jói!“ á einhvern kunn- ingja, sem hann ímyndaði sér að væri aft- ast í salnum. Og' Benny Goodman hallaði undir flatt og setti skeifu á munninn, þeg- ar hann fylgdist með hinum ófyrirsegjan- legu útúrdúrum hjá Pee Wee Russel með klarinettið — „skyldi hann nú komast skammlaust úr þessu?“ Venjulega gerði hann það. Og Teddy Wilson vísaði á bug leiðinlegum fylliraft, sem suðaði um það upp undir tuttugu mínútur að fá lag, sem Teddy vildi ekki leika, en rafturinn lét ekki þar við sitja, slangraði upp að svið- inu og slengdi einum dollara á píanóið. Wilson sagði rólega, að drykkjurafturinn hefði haft meiri ánægju af að gefa dalinn en honum, Wilson, myndi nokkurntíma hlotnast af að taka við honum og dalur- inn hvíldi uppi á píanóinu og lagið var ekki leikið. Eg minnist Joe Marsala leika fyrir tómu húsi í McKenzie-klúbbnum þvílíka músík, sem glatt hefði Tesclimaker, og þá gleymi ég ekki Jonah Jones, trompet- leikaranum með Stuff Smith, sem gerði „Trucking“ vinsælt og það hefði ekki átt að fara út fyrir hans túlkun. Og þarna var trompetleikarinn Charlie Shavers og lék Basin Street yndislega og nákvæmlega með hljómsveitinni litlu hans John Kirby, og fjórtánmenningarnir hans Count Basic voru að leika King Porter af þeim krafti, að fyrirliðinn missti hendurnar af píanó- inu og hann sat og hlustaði á þá dálítið tortryggnu brosi, og það minnti mig á Fletcher Henderson, sem svipað kom fyrir. Og þarna var Bessie Smith, síðdegis einn sunnudag, uppi á lofti í herberginu með Fmvgu dyrnar, og söng blues, án þess að fara úr loðskinnkápunni. Það var eitthvað heimskulegt við fólk, sem sat, tvö hundruð talsins, á garðstólum og ranghvolfdi aug- unum að Bessie, en það hafði engin áhrif á hana. Hvernig Negrum tekst að komast Frh. á bls. 18. Jaizifaáit 9

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.