Jazzblaðið - 01.05.1948, Side 13
^illiams. Ten6r-sax leikarinn A1 Sears tók
v>ð af Ben Webster og er miklu meiri sóló-
isti. Svona má lengi halda áfram, enda taka
nÝustu plöturnar með hljómsveitinni af
nllan vafa.
Sport. Um daginn rakst ég á fréttir af
'þróttamóti, sem sænskir hljóðfæraleikarar
^alda með sér árlega. Árangrar voru nokk-
uð misjafnir eins og gefur að skilja. Hundr-
nð metra hlaupið vannst þó á 11,6 sek.,
200 m. á 24 sek. og 400 m. á 54,6 sek.
Stökkin og köstin voru lakari. Langstökk
0,59, hástökk 1,45, kúluvarp 10,55 og spjót-
'ð 37,85. Hvernig væri það annars, væri
ekki athugandi að íslenzkir hljóðfæraleik-
nrar héldu með sér smá-íþróttamót. Það
hlaupa kannski ekki allir hundrað metra
a 11,6 sek., en fleiri geta þó stokkið 1,45
metra. Önnur stéttarfélög hér halda með
ser keppnir, t. d. í knattspyrnu. Hvað
segja hljóðfæraleikarar um þetta?
Jazz-stjörnur heitir bæklingur, sem gef-
'un var út fyrir nokkrum mánuðum. Hann
hefur inni að halda mikinn fróðleik, ásamt
uiyndum, um fjöldann allan af þekktum
lazzleikurum og er nauðsynlegt heimildar-
rit hverjum einasta jazz-áhugamanni.
erlent.
Plötur. Nýlega eru komnar út í Banda-
ríkjunum nokkrar plötur, sem Louis Arm-
strong lék á er hann var í París 1934. Þær
eru sagðar vera einhverjar beztu plöturnar
•neð gamla manninum frá þessum árum.
Svend Asmussen, danski fiðluleikarinn
kefur leikið með hljómsveit sinni undan-
farið í Frakklandi. Trombónleikarinn Peter
Pasmussen, sem einnig er danskur hefur
aftur á móti verið með sína hljómsveit á
,,National Scaia“ í Kaupmannahöfn.
Tutti tutti pizzicato heitir lag, sem
trompetleikarinn og hljómsveitarstjórinn
Louis Prima hefur samið, það er um þessar
Oiundir eitt af allra vinsæiustu lögunum í
Pandaríkjunum.
Hay McKinley trommuleikari og hljóm-
sveitarstjóri og ungur og upprennandi
söngvari að nafni Johnny Bradford hafa
nýlega gert samning við RCA Victor plötu-
fyrirtækið og eru nýlega komnar á mark-
aðinn ])lötur með þeim.
IHinois Jacquet tenór-sax leikarinn frægi
hefur einnig gert samning við RCA. Fyrsta
platan með hljómsveit hans er fyrir' stuttu
komin út, lögin heita „Riffin at 24. street"
og „King Jacquet". í hljómsveitinni eru
AI Lucas á bassa, Charles Thompson á
píanó, Joe Newman og Russel Jacquet á
trompetta, J. J. Johnson á trombón og John
Collins á guitar í seinna laginu.
lllinois hefur nýlega tryggt. lungun í sér
fyrir 100,000 dollara.
Miguelito Valdes hinn þekkti rhumba
söngvari hefur nýlega stofnað hljómsveit,
sem þegar hefur náð miklum vinsældum.
Red Callender bassaleikarinn þekkti
(hann var einn þeirra fremstu í síðustu
Metronome kosningum) er kominn til Hono-
lulu og kennir þar á konti’abassa.
Beryl Ilavis enska söngkonan, sem syng-
ur í U.S.A. (Hún syngur nú ásamt Frank
Sinatra á hinu vinsæla útvarpsprógrami
„The Hit Parade“) hefur nýlega sungið
inn á nokkrar plötur, sem gefnar hafa
verið út í albúmi er ber nafnið „Beryl by
Candlelight", en það var einmitt nafn út-
varpsprógrams þess er Beryl hafði hjá
BBC útvarpsstöðinni ensku áður en hún
fór til U.S.A.
„Civilization" (bongo, bongo, bongo) heit-
ir lag, sem mikið gekk í Bandaríkjunum
fyrir nokkrum mánuðum. Núna eru enskar
hljómsveitir farnar að leika það og þá auð-
vitað hver einasti Breti flautandi lagið.
Dorsey bræðurnir Jimmy og Tommy léku
nýlega með Indinapolis Symfóníu hljóm-
sveitinni. Nýlega er komið út plötu-albúm
með Tommy Dorsey hljómsveitinni. í því
eru lög úr hinni nýju kvikmynd „Song of
my heart“.
S. G.
13