Jazzblaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 15
11 r því sem til var og notfæra sér sínar
ei£in hugmyndir af fremsta megni og
hvoru tveggja heppnaðist yfirnáttúrlega
vei- En upp úr stríðinu snérist svo blaðið
Vlð. Hinar litlu hljómsveitir, sem haldið
höfðu saman allt stríðið, leystust upp og
Ur því versnaði jazzinn í Danmörku að
mun. Mennirnir vildu sjá sig um og skipta
uni stöður og góður maður átti alls staðar
mni. Margir hverjir fóru til Svíþjóðar, því
þar var miklu hærra kaup en í Danmörku.
Helztu músikantar í þessum tveim lönd-
um eru trompetleikarinn Thore Erling, sem
stjórnar fjórtán manna hljómsveit í Sví-
þjóð. Hjá honum eru fyrirtaks menn, svo
sem guitarleikarinn Sven Stigber, altó-sax
'eikarinn Ove Rönn, trompetleikarinn Putte
Ejörn og Henry Wallin, sem er bezti
trommuleikarinn í Svíþjóð.
Alice „Babs“ Nilson, söng' með hljóm-
sveitinni, en er nýlega hætt, margir muna
eflaust eftii- henni úr kvikmyndum, sem
sýndar hafa verið hér. Lulle Elboj er einnig
með ágæta stóra hljómsveit. Hann leikur
sjalfur á saxafón. Rolf Ericsson er hjá
honum á trompet, en þá verð ég einnig að
minnast á liina tvo trompetleikara hljóm-
sveitarinnar, þá Nisse Skog og Anders
Swárd, því sem heild eru þeir afar góðir.
f Danmörku eru það svo litlu hljómsveit-
'i'nar og var Peter Rasmusen með þá beztu
þar öll stríðsárin. Hann er trombónleikari
a heimsmælikvarða, fyrir stórkostlegan
teknik og undursamlegan tón. Með honum
voru á stríðsárunum Egon Esbensen tenór-
sux, Poul Hindberg, klarinet, Uffe Baadh,
trommur, en þeir eru allir með fremstu
mönnum í Danmörku hver á sitt hljófæri.
Max Leth á píanó og að lokum Christian
Jensen á bassa. Danski fiðluleikarinn Svend
Asmusen, sem margir álíta bezta jazz-fiðlu-
'eikarann, sem uppi er, var ekki með hljóm-
sveit á þessum árum. Hann var í fanga-
húðum í Þýzkalandi í nokkurn tíma og
hyrjaði ekki að leika neitt verulega fyrr
en stríðinu lauk. En þá stofnaði hann
hljómsveit, sem undir eins varð sú bezta
1 Danmörku. Með honum voru píanó leikar-
inn Max, sem fór frá Rasmusen, Jörgen
Ingeman á guitar, sem er að líkindum bezti
guitarleikari Evrópu þó ungur sé og man
ég samt eftir Django Reinhard hinum
franska. Svend Hauberg leikur einnig á
guitar, en eingöngu rhythma, Erik Fred-
riksen á trommurnar og Börge Ring á
bassann. Þetta er afar skemmtileg hljóm-
sveit, og hver einasti maður í henni fyrir-
taks „show-man“.
Þeir leika allir á fleira en eitt hljóðfæri
ef því er að skipta. Trommuleikarinn getur
brugðið fyrir sig fiðlunni og bassaleikar-
inn er góður á guitar, rhythma-guitar leik-
arinn er afar góður á klarinet og píanó-
leikarinn engu lakari á vibrafón. Asmund-
sen sjálfur kórónar svo allt með því að
leika á fiðlu, guitar, píanó, vibrafón, bassa
og trommur og svo syngur hann ágætlega
og semur lög og útsetur fyrir hljómsveit-
ina. Fleiri danska jazzleikara mó nefna,
t. d. píanóleikarann Kjeld Bonfils, sem
reyndar mikið til er hættur að leika. Hann
var með Asmundsen fyrir stríðið. Leo Math-
isen er annar danskur píanóleikari. Hann
er afar hrifinn af Fats heitnum Waller
og líkist honum mjög mikið í leik sínum.
Hann er nú með eigin hljómsveit. Guitar-
leikarinn Helge Jacobsen er einnig með
eigin hljómsveit, en hann er annar fyrir-
taks jazz-leikari.
Gunnar.
JAZZ —HUGLEIÐINGAR
Framh. af bls. 7.
stundum fengið þær til að lifna við, og
gert þær litskrúðugri. Að sjálfsögðu eru
hljómsveitir er leika útsettan jazz, eins
mismunandi eins og þær eru margar. Þar
sem þær eru í miklum meirihluta, þyrfti
að útskýra þær og leik þeirra nokkuð nán-
ar, en til þess vinnst ekki rúm í þetta
skipti, þótt vera megi að svo verði innan
skamms, en þangað til verða þegar gefnar
útskýringar, þó ófullkomnar séu, að nægja.
^LUii 15