Jazzblaðið - 01.05.1948, Qupperneq 17

Jazzblaðið - 01.05.1948, Qupperneq 17
TROM PETLEIKARI N N Framhaldasaga eftir Dorothy Baker. Þessu fleygði áfram. Rikki var farinn að syngja lögin, sem Smók var alltaf að ayngja, það er að segja, hann mundi þau, þegar Smók var farinn. Pyrst flautaði hann lögin og á meðan rifjaðist upp fyrir honum textinn, með áherzlum og fram- burði Smóks, eins og undan grammófón- nál. Fyrsta mánuðinn, sem hann þekkti Smók, lærði hann af honum fimmtán lög. Aðallega voru það blúur, þær voru reynd- ar ofurlítið ‘ tilgerðarlegri og með meiri borgarbrag en hinar hreinræktuðu negra- blúur Suðurríkjanna. Blúurnar, sem Smók, og siðan Rikki, söng voru — „Memphis Blues“, „Beale Street Mamma", „Stackolee Blues“, „Wang Wang Blues", „St. Louis Blues", sem allar hafa sogarsögur að geyma, um fátækt, hægan ástardauða, hina œgilegu ótryggð, þörfina á því að komast út og eitthvert, þar sem slíkt kemur ekki fyrir. Sorgarsögur sagðar með slíkum orð- um fengu ekki meira á Rikka Marteins en textinn: „Þú færð föt, þú færð kjöt, o. s. frv.“. Því að það var lagið eitt, sem hélt Rikka við söngvana, og það sem hélt Smók við efnið, var sterki ákveðni slátturinn, sem var sérsvið hans. Því þar kom loks, að Smók afhjúpaði hvað liann væri, hann var nefnilega út- lærður trommari, reyndar enn með leik- mannsaðstöðu, en það stafaði bara af því, að hann hafði ekki getað leyst út stéttar- félagsskírteini sitt, þar sem Gandi var allt- af að segja honum upp vinnunni og aftur þegar hann hafði peninga, var fjölskyldan svo fjárfrek, annars var hann fullfær at- vinnutrommari. Þá bættist það og ofan á raunir hans í þeim efnum, að hann hafði ekki haft bassatrommu síðan litla systir hans, Bláklukka, datt ofan úr handlaug- ínni og fór gegnum aðra hliðina á tromm- unni hans og losaði um hina. Þetta var skrítið slys, og Smók komst aldrei almenni- lega að því, hvað kom fyrir. Hann hafði látið trommuna liggja á hliðinni og var að setja plástur yfir, þar sem hafði risp- azt í gegn, þegar hann hélt sig heyra í einhverjum við dyrnar, svo að hann fór fram og það var þá frú Jónsson, og hann var aðeins búinn að bjóða henni inn fyrir, þegar hann heyrði hið ógurlegasta öskur innan úr eldhúsinu, þá hljóp hann eins og byssubrandur til baka og fann Bláklukku inni í trommunni. Það var svo sem ekkert hægt að gera. Bláklukka gat ekki sagt frá, hvað gerzt hafði, því að hún var of lítil til þess að geta talað þá, og nú þegar hún var farinn að tala dálítið, virtist hún eklci muna neitt um þetta. Síðan þetta kom fyrir, hafði Smók ekki annað fyrir bassatrommu en gamla stóra ferðatösku, sem Hinrik bróðir hans hafði notað einu sinni, þegar hann var að selja prjónavörur. Það kom sæmilegt hljóð úr henni, þegar maður hitti hana nákvæm- lega í miðju, en allt að því ómögulegt að hemja hlutinn á sama staðnum. Maður varð að vera á iði eftir því stöðugt, því að í hvert sinn sem maður barði í það, fór það úr stað. Og ekki gekk að hafa það uppi við vegginn, því að þá hljómaði alls ekki vel í því, eiginlega náðist beztur hljówl- ur úr því undir berum himni. Smókur var fyrsta manneskjan, sem Rikki talaði við, sú fyrsta, sem hann hafði nokkuð að segja við. Hann þekkti varla frænku sína og frænda, og á því tímabili, sem hann stundaði bókasafnsbækurnar, komst hann af án vina. En hér var Smók- ur, negri, svo að ekki var um að villast, með glansandi andlit, með munninn full- an af hvítum, hvítum tönnum, sem skinu 17

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.