Jazzblaðið - 01.05.1948, Síða 18

Jazzblaðið - 01.05.1948, Síða 18
eins og vitaljós í hvert sinn sem hann opn- aði munninn, og með hnöttótta hauskúpu þakta þéttlyggjandi svörtum lokkum. Hann var líka afríkskur að eðli, hægur og rólegur. Hann talaði æ meira og meira við Rikka, og Rikka hitnaði um hjartaræturnar nú, þegar hann nú í fyrsta sinn var orðinn eftirsóttur og tekið tillit til hans, svo að hann kom til móts með fáeinar persónu- legar opinberanir — eða einskonar opin- beranir, um þörf hans fyrir að verða tón- listarmaður af einhverju tagi. Hann sagði Smók frá uppistandinu í Allrasálnakirkju og viðurkenndi, að hann hafi verið að nálg- ast hátind listarinnar í píanóleiknum, þeg- ar uppsteiturinn kom. Smók sýndi honum alla þá samúð, sem hann hafði rétt til að vænta. Síðan Smók hafði lent í óhappinu með Bláklukku og bassatrommuna sína, rann honum til rifja í hvert sinn, sem ein- hverjum var settur stóllinn fyrir dyrnar á kjörsviði sínu. Hann gat auðvitað leikið á litlu trommuna sína og trommað á fata- töskuna hans Hinriks bróður síns, svo að hann var ekki eins illa leikinn og Rikki. Á hinn bóginn hafði Rikki góða og stöð- uga vinnu, það var ekki alltaf verið að taka hann til bæna, hann þurfti ekki að afhenda pabba sínum alla hýruna á hverju laugardagskvöldi, og fyrr eða síðar mundi hann hafa næga peninga til að kaupa sér píanó fyrir. Nei, ekki píanó, sagði Rikki, heldur einhvers konar horn, eins og kornet eða eitthvað, sem hægt væri að hafa með sér stað úr stað, svo maður gæti spilað á það eftir því sem tími ynnist til. „Píanó er samt gott“, sagði Smók, og Rikki, sem legið hafði andvaka á nóttunni í nálega tvo mánuði hugsandi, hversu gott hljóðfæri píanóið er, varð fljótur til að samsinna honum. „Já“, sagði Smók, „Það er gróflega gam- an að píanóinu, þegar rétt er á það spilað. Gott hægt og gott hratt“. Og meðal annara orða um þetta efni, píanóið, færði hann í tal við vin sinn Jeffa Vilhjálms, sem spilar á píanóið í sinni eig- in hljómsveit í Kattaklúbbnum. Það voru fimm menn í hljómsveit Jeffa — tenór saxafónn, trombónn, trompet, trommur og píanó — allir hreinustu verðlaunagripir hvar sem var, og þú ættir nú aldeilis og sér í iagi að heyra í þessum Jeffa Vil- hjálms, laxmaður. Hann veit, hvað hann er að gera. Það var hvorki meira né minna en það, að strákarnir í hljómsveitinni hans reyndu að fá hann til að leika á píanóið alla nóttina, eftir að dansinum var lokið. Ekki alltaf þó. Þeir voru allir góðir og þeim þótti líka dálítið í það varið að fá sjálfir lausan tauminn, þegar fór að líða á nóttina, en alveg eins oft sátu þeir um- hverfis píanóið og hlustuðu á Jeffa og gleymdu sér. Og þegar maður þekkir heil- an hóp af strákum, sem allir eru góðir en eru manna fúsastir til að leggja hornin sín til hliðar og hlusta á annan spila á píanóið alla nóttina, þá getur maður verið handviss um, að það er ekki hversdagslegur píanóleikur. Fjölskylda Jeffa bjó dálítið neðar í göt- unni en Jórdanfjölskyldan, og það var eins og sama, á hvaða tíma maður færi fram- hjá, alltaf gaf að heyra einhvers konar músik út um framdyrnar hjá Vilhjálms- fjölskyldunni. Jeffi var fæddur píanóleik- ari, þetta kom allt af sjálfu sér hjá hon- um. Hann fékk píanó á brunaútsölu, þegar hann var tólf ára. Þeir borguðu honum þrjár og fimmtíu fyrir að drösla því burt, og hann dröslaði því heim. Þetta var líka sæmilegt píanó, þegar hann var búinn að smíða nýja framhlið á það og annan gafl- inn og fá strálc til þess að gera við verkið í því. Það var enn til á heimilinu, þú ættir að sjá það, hreint ekki svo afleitt píanó, nema hvað nýbúið var að mála það skrýti- lega blátt. Það var miklu skárra hvítt, eins og það var áður, en þú veist, hvernig kon- ur eru, vilja alltaf vera að taka til í hús- inu, breyta þessu, breyta hinu. Sama sagan á Jórdanheimilinu, sagði Smók. Hann og Natan og Búddi voru ekki fyrr búnir að hagræða í herberginu sínu og farnir að kunna við sig þar en húsfreyjan móðir þeirra tók þá ákvörðun, að eiginlega væri nú herbergið betra handa Maríu og Jósa- fínu og Bláklukku, eða öfugt, og þeir urðu 18

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.