Jazzblaðið - 01.10.1948, Qupperneq 17
jíekk hringinn frá einum til annars og fékk
liver sér ærlegan snafs af stútnum og gretti
sig og sagði að þetta væri bölvað sull, og
þó hefði hann ekki á móti því að til væri
full tunna af því. Þegar flaskan hafði far-
ið hringinn, að undanteknum Smók og Davíð
og Rikka, var komið rúmlega niður í hana
hálfa og tal þeirra gerðist óþvingaðra. Sá
þeirra sem hét Jeffi Vilhjálms stökk ofan
af sviðinu og staðnæmdist fyrir framan
þá Smók og Rikka og sagði við Smók. „Það
lítur helzt út fyrir að þú sért fullur, Dani,
□vo langt er síðan maður sá þig síðast“.
„Já, satt er það“, sagði Smók, sem nú
kom á daginn að hét Dani.
„Ég hef verið hjá Ganda á kvöldin, aðal-
lega, og ég kæri mig síður um að vera að
ónáða ykkur eða vekja ykkur á daginn. Þið
vinnið það mikið, að ykkur veitir ekki af
svefni“.
„Látum það nú vera“, sagði Jeffi og leit
í kringum sig í óvissu. Eins og Smók var
byrjaður á að segja við annað tækifæri,
var Jeffi snotur og geðugur náungi. Smók
hafði ekki lokið við að lýsa honum, ekki
sagt, að hann væri fágæt manngerð. Og
hann hafði arnarnef. Ef liann hefði verið
eilítið ljósari, hefði hann getað verið af
öðrum kynflokki.
Nú leit hann á sína menn og mælti: „Við
skulum snúa okkur að efninu". Síðan sneri
hann sér að Rikka og sagði: „Hvar viltu
sitja?“ og Smók svaraði fyrir hann: „Settu
hann við hliðina á þér, hann er píanóleik-
ari“.
Jeffi hoppaði aftur upp á pallinn, ýtti
])íanóbekknum til vinstri og gaf Rikka bend-
ingu um að setjast á hinn endann, við
lágnóturnar. Rikki hoppaði upp á eftir hon-
um léttilega, hreint og beint eins og íþrótta-
maður, gekk kringum bekkinn og settist.
Jeffi sneri sér að honum og sagði: „Ég
vildi gefa talsvert fyrir að þú værir ekki
píanóleikari. Rrennivínssnafsinn verkaði
þannig á mig, að ég held ég' geti bara ekki
áttað mig strax á því, hvað er mið-C“.
„Ekki gæti ég' það heldur", svaraði Rikki,
„og ég er ekki píanóleikari. Jórdan sagði
það bara“. Þegar Rikki sat nú loks and-
spænis raunverulegu píanói, eftir allan
hans hugarburð, di'auma og langanir, varð
hann bókstaflega að gjalti.
Jeffi leit rannsakandi á hann, eins og
til að komast að því, livort hann væri eða
væri ekki píanóleikari og spurði siðan:
„Hvað eigum við að leika?“ Og án sekúndu
umhugsunar svaraði Rikki: „Spilaðu „Tin
Roof Blues“ eins og þú gerir, þegar þú
tekur annan kórinn“.
. „Allt í lagi“, sagði Jeffi, „þó hafa samt
ekki allir gaman af því“. Hann kreppti
hnefana fast tvisvar eða þrisvar áður en
hann snerti nóturnar. Síðan sagði hann
„Tin Roof“ og sló hælnum tvisvar í gólfið:
einn, tveir, og þeir si>rettu úr spori.
Þeir léku „Tin Roof Blues“, og það er ó-
mögulegt að lýsa því, hvernig þeir fóru
að því. Það er ekki hægt að lýsa slíku. Eina
leiðin til að öðlast þekkingu á tónlist er
að hlusta á hana, hlusta á hjartslátt henn-
ar, eins og Rikki gerði þetta kvöld á bekkn-
um við hliðina á Jeffa Vilhjálms.
Þegar þetta var afstaðið, sagði Jeffi og
sló um leið nokkrar nótur: „Hvernig veistu
hvernig við förum að þessu? Hvernig' veistu
að ég tek annan kórinn? Eg hef aldrei séð
þig hérna inni, að ég muni“.
Og Rikki sagðist aldrei hafa komið hing-
að inn áður, en befði oft átt leið framhjá
og lagt eyrun við og þannig oi-ðið nokkurs
vísari með tímanum um músik þeirra.
„Þú hlýtur að hafa gott minni, úr því
að þú getur vitað í hvaða í'öð við komum
inn. Ég veit það varla sjálfur“.
„O, ég' man það nú ekki nákvæmlega“,
svaraði Rikki í grafalvailegri einlægni.
„Ég- finn bara einhvernveginn á mér, hve-
nær hvað á að koma. Ég hef það á tilfinn-
ingunni, hvar þarf að koma píanóeinleikur
til sögunnar. Ég veit það ekki“.
Hann sleppti þræðinum þarna og gafst
upp við að reyna að segja frá þessu. Jeffi
leit aftui' spyrjandi á hann. „Ertu viss um,
að þú leikir ekki á píanó?“ sagði hann.
„Mér heyrist á tali þinu, að þú hljótir að
gera það“. Hann sagði það ekki af tor-
tryggni, heldur miklu fremur af lotningu,
eins og liann skynjaði eitthvað vald lijá
þessum óharnaða livíta unglingi, eitthvað
sem taka bæri alvarlega. — Framh.
jazMaM 17