Jazzblaðið - 01.02.1949, Side 5
órækt vitni um hversu Hawk hefur staðið
Evrópu-mönnum miklu framar. Árið 1939
kom hann aftur heim og stofnaði þá stóra
hljómsveit, sem leystist upp eftir hálft ár,
en byrjaöi síðan með litla hljómsveit og’
þa;r hefur hann verið með ætíð síðan og
hafa jafnan úrvals jazzleikarar leikið með
honum.
Eg hef skrifað svona mikið um Coleman
Hawkins vegna þess, að mér finnst að jazz-
unnendum beri skylda til að vita meira um
hann heldur en nokkurn annan tenór-saxa-
fónleikara. Hann hefur verið og er enn
leiðarstjarna óteljandi tenór-saxafónleikara
um heim alian. Sá sem þekktastur hefur
orðið fyrir að leika „Hawkins stílinn", er
Choo Berry, sem reyndar síðar meir tók
up]> sjálfstæðan stíl. Meðan þeir Iéku sam-
an hjá Fletcher, léku þeiv þó nokkuð inn
á plötur og einungis af því að Hawk var
með heldur fyllri tón, getur maður þekkt
þá að á þessum plötum.
Eins og ég sagði, þá átti Choo síðar
uieir eftir að fá hinn mikla og fallega
tón sinn ásamt mjög persónulegum stíl.
Eitt bezta dæmið um leik hans, er platan
>,Shufflin’ at Hollywood" með Lionel
Hampton „all-star“ hljómsveit. Síðar urðu
aðrir til að leika í stíl Hawkins, svo sem
Een Webster, sem nú leikur hjá Duke
Ellington og er hann á flestum Ellington
plötunum. „Just a sittin’ and a rockin“ er
ágætt dæmi. En þegar maður talar um
Hawkins stílinn, þá getur að heyra í þess-
uin þremur, sem ég hefi nefnt ásamt Benny
Carter altó-saxafón snillingnum á plötunni
„Hot mallets" mcð Hampton. Hinn frægi
trompetleikari Dizzy Gillespie leikur á þess-
ari plötu ásamt fleiri stjörnum, en þá var
hann ekki farinn að leika be-bop, sem von
er, þar sem platan er tíu ára gömul. Plata
þessi er hreinasta afbragð, leikurinn á
henni eins fullkominn og framast verður
á kosið.
Síðan kom stríðið og með því fjöldinn
allur af nýjum stjörnum, og nýjum jazz-
stíl. Stjörnurnar eru: Illinois Jacquet,
Charlie Ventura, Lester Young’, Vido
Musso, Don Byas, Wardell Gray, Lucky
Thompson, Gene Ammons, Flip Phillipps,
Allan Eager og Bob Cooper, svo þeir helztu
séu nefndir, og stíllinn eins og við reyndar
vitum, be-bop. Þeir framangreindu eru allir
be-bop leikarar af hjarta og sál.
Illinois náði frægð í hljómsveit Ham])-
tons. Hann er fæddur í Texas og byrjaði
að leika 15 ára gamall (nú er hann 26
ára) á trommur og sópran-saxafón. Hjá
Hampton byrjaði hann með tenórinn, og
leið ekki á löngu þar til hann lék eins og
hann hefði fæðst með tenórinn á milli
handanna, eða öllu heldur varanna. Hawk-
ins, sem heyrði í honurn, taldi hann ein-
stakt efni.
Síðar lék hann með Cab Calloway og
Count Basie og stofnaði að lokum eigin
hljómsveit, sem hann enn er með. Mig lang-
ar að skjóta því hér inn, að Leo Parker,
einhver mesti bariton-saxafónleikari jazz-
ins, bi'óðir be-bo]) meistarans Charlie Park-