Jazzblaðið - 01.02.1949, Qupperneq 10
^ ÚR ÝMSUM ÁTTUM ^
Swing high.
Agæta Jazzblað.
Mi<j langar til aö biÖja Jazzblaðið að
lcysa úr j/ví fyrir mig, hvaða menn leika
á tenórinn og klarinettið á plötunni „Swing
high“ meö Tommy Dorscy hljómsveitinni.
Sömuleyðis þætti mér vænt um að sjá í
blaðinu mynd af Ellu Fitzgerald, svo að
maður geti séð, hvernig sú mannvera lítur
ut, sem svo dásamlega syngur, hvort sem
þaö er ,,My happiness" eða „Lady be good“.
Að endingu vildi ég þakka þetta ágæta
blað, einkum þessar greinar: Jazz og ekki
jazz', 52. stræti, eftir Hobson; grewvina
um bassaleikara; og Hvaö er improviser-
ing, eftir P. E. Miller.
Virðingaifyllst, Jazzáhugamaður.
Svar. Saxafónleikararnir á plötunni eru
fimm og heita Fred Stulce, Johnny Mince,
Hymic Schertzer, Heinie Beau og- Don
Lodice. Sólóistarnir eru að líkindum Mince
á klarinettið og Don Lodice á tenórinn.
Mynd af Ellu Fitzgerald getum við ekki
birt fyr en í næsta blaði.
Milton og Kay. Gjöriö svo vel og gefið
mér upplýsingar um vibraf ónleikarann Milt
Jaclcson og bassaleikarann Ray Brown.
Mennirnir, sem leika á V-disc plötunni
„Rosetta“, sem nefnd var i síðasta blaði
cru /jessir: Charlie Shavers trompet,
Tramrny Young trombón, Don Byas tenór-
sax, Ernie Caceras klarinet, Bill Clifton
píanó, Herb Ellis guitar, Bob Haggart
bassi og Specs Powell trommur.
Haukur Jónsson.
Svar. Milt Jackson er fæddur árið 15)23.
Hann nam tónlist á unga aldri og fór að
leika opinberlega árið 1942, og þá fyrst
með hljómsveitum í fæðingarborg sinni
Detroit. Dizzy Gillespie heyrði í honum
þar og bauð honum strax stöðu í hljóm-
sveit sinni, og þáði Milton það. Hann hef-
ur leikið með hljómsveitinni að mestu leiti
síðan. Milt, sem er 'eini vibrafónleikarinn,
er verulegum tökum hefur náð í be-bop
leik á hljóðfæri sitt, er talinn einn fremsti
vibrafónleikarinn, sem uppi er.
Ray Brown er á tuttugasta og þriðja
árinu. Hann lærði fyrst á píanó og tók
svo fyrir bassann. Eftir að hann lauk gagn-
fræðanámi 1944, lék hann sín hvora átta
mánuðina í hljómsveitum þeirra Jimmy
Hinsley og Snookum Russel. Þá fór hann
til New York og réði Gillespie hann þegar
til sín. Ray er giftur hinni frægu söng-
konu Ellu Fitzgerald og er hann nú með
eigið tríó, sem annast undirleik þar sem
Ella kemur fram. Ray Brown er afar góð-
ur bassaleikari og vafalaust fremsti be-boi>
bassaleikarinn. Útsetjari er hann einnig'
mjög góður. Við þökkum svo Hauk fyrir
upplýsingarnar um plötuna „Rosetta“.
Baker. Gætuö jrið sagt mér eittlivaö um
trompetleikarann Kenny Baker, sem leikur
lijá Ted Heath. — L. Z.
Svar. Kenny Baker trompetstjarnan í
hljómsveit Ted Heath í Englandi, er fædd-
ur árið 1921. Hann varð þekktur jazzleik-
ari í Englandi á stríðsárunum og er nú
einn af fremstu jazzleikurum Evrópu. Hann
hefur leikið með hljómsveitum Ambrosc,
Lew Stone, George Shearing, Buddy
Featherstonhaugh, Harry Hayes, George
Evans, Squadronaires og nú síðast Ted
Heath. Með Featherst lék hann t. d. á
plötunni „I wish I were twins“ og með
Shearing „Riff up them stairs". Á flest-
um plötum Ted Heath leikur hann og er
„Dark eyes“ eitt dæmi um snilli hans.
Nafnlaust. Ef Jazzblaðið er fært til að
svara eftirfarandi spurningum, jtá óska ég
10