Jazzblaðið - 01.07.1949, Page 9
Jiriðja sætið er tenór æskilegri en altó,
þar sem hann hefur áhrifameiri tón og
samræmist klarinetinu og trompetinum
miklu betur.
Á flestum fyrstu plötunum mínum not-
aði ég trompet, klarinet og tenór.saxa-
fón, þó að hljómsveitin, sem ég var með
á „Cafe Society“ og lék inn á plötur,
hafi verið klarinet, trompet og annað-
hvort tenór eða trombón. En fasta skip-
un hljómsveitarinnar var klarinet, trom-
pet og trombón ásamt þremur rhythma-
hljóðfærum. En þessi skipun, með trom-
bón í stað tenórs, álít ég ennþá betri,
hvað viðvíkur tónsviði og blæbrigðum.
En því verð ég að bæta við, að það eru
ekki allir trombónleikarar, sem hafa tón-
svið og tón eins og Benny Morton, sem
var hjá mér um þetta leyti.
Því næst kemur hið mikla vandamál,
hvað mikið af músikinni eigi að vera
útsett. Fyrst þegar við lékum inn, not-
uðum við alls engar nótur. Benny, Roy
og Ben (ásamt rhythmanum) léku lögin,
sólóar eða þá allir saman, eftir því sem
við átti. Allt, sem þeir þörfnuðust, var að
vita hvaða lag átti að leika. En ef þú
átt ekki kost á mönnum, sem færir eru
um að leika saman í reglulegri jam-
hljómsveit, þá ættirðu að reyna við ein-
faldar þríraddaðar útsetningar, þar sem
(rompetinn er með efstu röddina, lagið,
klarinetið aðra og tenórinn þriðju. Fikr-
aðu þig svo áfram með því að leggja
fyrir hljómsveitina „head“-útsetningar
með því að gefa þeim einföld riff, þar
sem þeir finna vel hljómaskiptingarnar.
Hinn sígildi tólf takta blues er lang
heppilegasta viðfangsefnið af þessu tagi.
Láttu þá endurtaka tveggja takta riff í
gegnum heilan „chorus“ með smábreyt.
ingum í samræmi við hljómasamsetningu
Píanðleikararnir Hazel Scott, Tcddy Wilson
og Albert Ammons horfa á meistarann
Art Tatum leika.
bluesins. Þetta er langauðveldasta leiðin
fyrir litlar hljómsveitir til að skapa góð-
an jazz. Hver sem er, allt frá Ellington
og Armstrong og fram úr, hefur notað
hana, og geri ég ráð fyrir að hún verði
alltaf sígild.
f næsta skipti þegar við lékum inn á
plötur hjá Brunswick lékum við „Too hot
for words“, „Painting the town red“,
„What a night“ og „Sweet Lorraine“. Á
þessum plötum bætti ég við einu hljóð-
íæri til að fá trompet og þriggja saxa-
fóna skipun, svo að ég gæti skrifað full-
komnari útsetningar. Útkoman var raun-
verulega ekki eins skemmtileg að mín-
um dómi. Hafi maður músikanta, sem
geta samræmst hvers annars stíl og hafa
ekki hugann aðeins bundin við að koma
að sem flestum nótum, þegar þeir „jama“
saman, þá fæst miklu betri útkoma, sem
verður mýkri og líflegri heldur en nokk-
ur útsetning. Síðari árin, þegar ég hef
leikið inn á plötur, hef ég reynt að halda
Framh. á bls. 21.
^azzl/aéié 9