Jazzblaðið - 01.07.1949, Síða 10

Jazzblaðið - 01.07.1949, Síða 10
CUGGY. Ágæta Jazzblað. Um leið oj; við |)öklviim fyrir marsar veittar ánœgju. ^tmulir, viljum við spyrjast fyrir um |iað, hvort Iagið Vornótt, eftir Jónatan Ölafsson, sé samið með hliðsjón af lag- inu „Night inust fall“ — Bolero rhumba, cftir Xavier Cugat, og er leikið af hon- um og hljómsveit hans á plötu núiner B 9403 frá „H.M.V.“. Okkur finnst grunn- lagið vera það sama, þó að millilagið sé ekki eins. Með fyrirfram þakklæti fj'rir svarið. Tveir jazzunnendur. Svar: Okkur hefur ekki tekizt að heyra umrædda plötu, en trúlegt getur veriö, að lögin séu svipuð. Slíkt getur oft kom- iö fyrir, þegar lög eru samin, og hefur t. d. hent okkar mætustu ættjarðarlaga- liöfunda. Oft og iðulega eru málaferli erlendis út af þessu, og ekki alls fyrir löngu voru hjónin Peggy Lee og Dave Barbour kærð fyrir að hafa stolið gömlu lagi og gefið út undir nafninu „Manjana" (Það hlaut nafnið Dísa hér). Þau unnu málið, þar sem ekkert var hægt að sanna. Jónatan Ólafsson, sem samdi Vornótt, hefur sagt okkur, að Cugat lagið hafi hann aldrei heyrt, og ætti það að vera næg sönnun fyrir því, að Vornótt er hans að öllu leyti. SIGLÓ. Eg vil byrja þctta bréf með því að þakka þetta ágæta blað, scm mér fellur að niörgu leyti vel við, þó auðvitað séu á því margir gallar, þá hefur það faert lesendum sínum margar ánægju- stundir, og vona ég, að það geri það um langa framtíð. En svo ég snúi mér að aðalefninu, ])á ætla ég að biðja um utanáskriftir beztu jazztónlistarblaða í Englandi, Danmörku og Ameríku. Einnig vil ég biðja blaðið urn að benda mér á góðar kcnnslubækur í trommu- og saxafónleik, t. d. enskar bækur, einnig hvort hægt sé að fá gjald- cyris- og innflutningsleyfi fyrir slíkum bókum og blöðum til einstaklinga. Mcð fyrirfram þökk. Jammari. Svar: Utanáskriftirnar eru MELODY MAKER, 93 Long Acre London, W. C. England. JAZZINFORMATION, Griffen- feldsgade 3, Köbenhavn, Danmark. — METRONOME, 26, W. 58th Street, New York, U. S. A. Beztu kennslubækur eru sennilega „Buddy Rich Snare drum me- thod“ eða „Gene Krupa Drum method“, fyrir trommu. Fyrir saxafón er „Jimmy Dorsey’s saxophone school” ágæt bók, en ennþá betri er danskur saxafón.skóli, eftir Holger Nathansohn. Gjaldeyris- og

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.