Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 14
Svencl
Asiiiusseii
eftir
Svavar Gests
Fyrir fáeinum árum datt ég ofan á
plötu í Hljóðfærahúsinu. Á henni stóð
skrifað öðru megin: SWEET SUE —
Jam session, og síðan þessi nöfn: Oscar
Aleman sóló guitar, Bibi Miranda tromm-
ur, Svend Asmussen fiðla, Henry Hage.
man tenórsaxafónn og klarinet, Helge
Jacobsen rhythma guitar og Alfred Ras-
mussen bassi. Hinumegin á plötunni var
svo lagið LIMEHOUSE BLUES leikið af
sömu mönnum.
Það var ekki um að villast, þetta hlutu
að vera danskir hljóðfæraleikarar, það
gáfu nöfnin Rasmussen, Asmussen og
Jacobsen til kynna. Aleman gat veriö
villandi, en Miranda hlaut að vera af suð-
rænum uppruna, því kvikmyndaleikkon-
an Carmen á Miranda fyrir seinna nafn,
og hún er eins suðræn og þær framast
geta orðið. Kannske er hún frænka
trommuleikarans Bibi, sem lék á þessari
plötu.
Eg fór strax að afla mér upplýsinga
um þessa menn og komst ég fljótt að því,
að Svend Asmussen er einn.íremsti jazz-
leikari Dana, og hvað hinum viðvék, þá
er Oscar Aleman eins og Bibi- Miranda
frá Argentiu, og hefur hann leikið í Ev-
rópu síðan 1929 og leikið með helztu
jazzleikurum Evrópu og eins amerískum
jazzleikurum, sem dvalið hafa þar. Oscar
er afar lítið þekktur utan Evrópu, en
hann er áreiðanlega í hópi fremstu guit-
arleikara heimsins. Bibi Miranda er eins
og ég sagði áður, einnig frá Suður-Amer-
íku. Hann hefur leikið víða í Evrópu í
mörg ár. Helge Jacobsen er álitinn bezti
rhythma-guitarleikari Danmerkur og tal-
inn ómissandi, þegar jazzhljómleikar eru
haldnir. Hageman er allgóður klarinet.
leikari og Rasmussen svipaður á bass-
ann. Þá er aðeins einn eftir úr þessum
hópi, og er það Svend Asmussen, og hér
kemur saga hans.
Svend fæddist í Kaupmannahöfn árið
1916. Hann var á unga aldri látinn íara
að læra á fiðlu. Hugur hans hneigðist
mikið að listum, og var hann sem ung-
lingur allgóður listmálari og myndhöggv-
ari. Hann var látinn ganga menntaveg-
14 (jazzUaSii,í