Jazzblaðið - 01.07.1949, Qupperneq 16

Jazzblaðið - 01.07.1949, Qupperneq 16
Hljómsveit sú, sem Svend Asmussen stofnaði eftir að stríðinu lauk. Fremri röð: Jergen Ingeman guitar, Svend Hauberg rhythma- guitar og klar., Borge Ring bassi. Aftari röð: Max Scith píanó, Svend fiðla og Erik Fredcrikscn tromma. Evrópu. Hann var sérstaklega hrifinn af hinum unga danska fiðluleikara, en Svend var aðeins tuttugu og tveggja ára þá. Á stríðsárunum var Svend í fanga- búðum Þjóðverja um tíma og byrjaði hann ekki að leika neitt að ráði fyrr en stríðinu lauk. Hann stofnaði þá hljóm- sveit með þeim Max Leit á pianó, Jörgen Ingeman á guitar, Svend Hauberg lék á rhythma guitar og klarinet, Börge Ring lék á bassa og Fredriksen á tromm- ur. Hljómsveitin varð þegar vinsælasta hljómsveitin í Danmörku, síðan vinsæl- asta hljómsveit Norðurlanda og senni- iega nú ein vinsælasta hljómsveit í allri Evrópu. Sumarið 1948 bauð hinn ameríski hljómsveitarstjóri, Benny Goodman, Svend stöðu í sextet sínum, og er áreiö- anlegt, að það hefði hann ekki gert án þess að vita fyrirfram, að Svend væri snillingur. Goodman hefur ætíð verið vandlátur með menn til að leika í smá- hljómsveitum sinum, og þar hafa aldrei komizt að aðrir en úrvals hljóðfæraleik- arar. Svend tók ekki þessu boði Goodmans, sem marga furðar sennilega á. En ástæð- an fyrir því var sú, að hann vildi ekki leysa upp hljómsveit sína til að leika í Bandaríkjunum. Hljómsveit hans er eins og áður getur ein vinsælasta og bezta hljómsveit í Evrópu og sennilega um leið sú tekjuhæsta. • S. G. MAURICE BURMAN, höfundur grein- arinnar á næstu bls. cr þckktuh enskur hljóðl'æralcikari, sem undanfarin ár licf- ur skrifað tónlistargagnrýni á BBC, brezka útvarpið, í hið kunna enska tón- Iistarblað MELODY MAKER, scm kemur út vikulega. Greinin er lítið eitt stytt í þýðingu. 16 ^azfífaSií

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.