Jazzblaðið - 01.07.1949, Síða 19
næturklúbb í París. Byas lék með frönsk.
um hljómsveitarstjóra, að nafni Bernard
I-Iilda, í eitt ár á Spáni og Portúgal. —
Franskur hljómsveitarstjóri, að nafni
Hubert Fol, er einn fremsti altc-saxafón-
leikari í heimalandi sínu. Tenór-saxafón-
leikari hljómsveitarinnar er einnig ein-
hver bezti tenóristinn í Frakklandi. Ilann
heitir Fohrenback. — Fremsti Be-bop
leikari Svía heitir Putte Wickman. Hann
leikur á klarinet og stjórnar lítilli hljóm-
sveit. — Peanuts Holland, negrinn, sem
lék í hljómsveit Charlie Barnets fyrir
nokkrum árum hefur leikið í hljómsveit
danska trombónleikarans Peter Rasmus-
sen i Kaupmannahöfn í nokkra undan-
farna mánuði. Peanuts kom til Evrópu
með hljcmsveit Don Redman 1946 og
hefur hann aðallega leikið í Svíþjóð síð-
an.
INNLENT
17. júní var all votviðrasamur í
Reykjavík, eins og flestir muna, en þó
fóru hátíðahöld þau fram, sem ákveðið
hafði verið að halda. Fyrir dansinum á
Lækjartorgi lék hljómsveit Aage Lor-
ange, með þeim Einari B. Waage, Birni
R. Einarssyni, Gunnari Ormslev og Axel
Kristjánssyni sem viðbótarmönnum.
Þessi hljómsveit lék nýju dansana, en
það átti hljómsveit Björns R. einnig
að gera, en úr því varð þó eigi í þetta
sinn. Með Aage hljómsveitinni sungu
þau Haukur Morthens, Sigrún Jóns-
dóttir, ennfremur Öskubuskur, sem ekki
hafa látið til sín heyra síðan í haust
sem leið. Gömlu dansana átti að „iðka“
í Ingólfsstræti, en sökum illviðris var
hljómsveitin flutt niður á Lækjartorg
og lék hún þar til skiptis við hljóm-
sveitina, sem var þar fyrir. Hljómsveit
þessi var á nafni Baldurs Kristjánsson-
ar, og voru þeir Ólafur Pétursson og
Guðmundur Vilbergsson með harmon-
ikur, Þórir Jónsson með fiðlu, og svo
Baldur, Hallur, Trausti og Svavar í
rhythma. Ennfremur lék Lúðrasevitin
Svanur þarna nokkur danslög og tókst
vel, sem von er, því að Karl Ó. Runólfs-
son tónskáld og stjórnandi Svananna,
cr gamall danshljóðfæraleikari. Leikur
annars túbuleikari Svananna ekki full-
sterkt ?
HARMONIKUSÍÐAN
Framhald af bls. 7.
en hann var farinn að vekja mjög mikla
eftirtekt fyrir hinn mjög snjalla leik
sinn. Hann tók til að leika á dans-
skemmtunum í Reykjavík og víðar og
eins kom hann fram á mörgum skemmt-
unum sem einleikari. Árið 1940 hélt hann
sjálfstæða hljómleika í Reykjavík og ári
síðar á Akureyri. 1944—45 hætti hann
við takkaharmonikuna og tók að leika á
píanóharmoniku, en hún var lítt þekkt
hér á landi, þegar Bragi byrjaði. Hann
var furðu fljótur að ná tökum á píanó-
harmonikunni, sem út af fyrir sig er
mikið þrekvirki, því takka- og píanóhar-
monika eru tvö gjörólík hljóðfæri.
1947—48 fór hann til San Fransisco
i Bandaríkjunum og var við nám í har.
monikuleik hjá kennara, að nafni Cagn-
azzo, sem er af ítölskum ættum, eins og
flestir fremstu harmonikuleikarar
Bandaríkjanna. Þegar Bragi kom heim
eftir tiu mánaða nám hélt hann hljóm-
leika í Reykjavík og nágranna kaupstöð-
unum og fékk hinar beztu viðtökur og
einstaklega góða dóma, fyrir hinn meist-
aralega leik sinn.
#aUU:í 19