Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.07.1949, Blaðsíða 20
UugVekja TIL GUITARLEIKARA eftir Charlie Christian i n t r o : Grein þessl er rituð árlð 1939, af einum mesta Jazzgitarleikara, sem uppi hefur verlð. Markmið höfundai' með gfeininni var að hvetja gítarlsta al- mennt til þess að hafa sig meira í frammi, og með því að auka hróður hljóðfærisins, sem honum fannst, og vafalaust réttilega, vera á margan hátt misboðið. Greinin hafði talsverö áhrif, þegar hún birtist og leikur enginn vafi á þvi að þeirra gætir enn. — Charlie Christian er fæddur árið 1920 í bænum Oklahoma í U.S.A. Faðir hans lék á gitar og fékk Charlie fyrstu tilsögn á hljóðfærið frá honum. Á sínum tíma lék Charlie einnig á tenor-saxófón og var allfrægur í heimafylki sínu fyrir leik sinn á kontrabassa. Með Benny Goodman var hann um tveggja og hálfs ára skeið og á plötum með þeirri liljómsveit getur að heyra margar hans beztu sólóar. Síðustu árin, sem hann lifði, þjáðist hann af berklum og sá vá- gestur kyrrði um síðir hina lipru fing- ur hans á gripbrettinu. Hann lézt 2. marz 1942, en frægð hans mun lifa áfram, meðan jazzmúsík er við lýði. ÞýS. Guitarleikarar hafa um langt skeið l>urft á brautryðjanda að halda, sem gæfi umheiminum til kynna, að guitarleikar- inn sé eitthvað meira en aðeins „stat- isti“, sem slær á bretti til þess að halda hljóðfallinu stöðugu. Ef dæma á eftir því hvernig meginhluti hljómsveitarstjóra fer með guitarleikara sína, gætu þeir fullt eins vel og með sama árangri, barið á þvottabretti með spýtukubb. Hér í landi úir og grúir af guitarleik- urum — ég á við góðum guitarleikurum —, sem hafa gefizt upp á þessu stagli og leika nú aðeins sjálfum sér til ánægju. Fleiri munu vafalaust fara að dæmi þeirra, ef ekki verður bráð og gagnger breyting á meðferð guitarsins í hljóm- sveitum. Bernard Addison, sem áður lék með Stuff Smith, skrifar sem hér segir í ágústhefti Down Beat árið 1939: „í skipulagi nútima liljómsveita er guitarleikaranum oftast og margvíslega misboðið. Stjórnendurnir virðast ekki kunna að notfæra sér möguleika þessa hljóðfæris.“ Eg verð að játa, að ég er í þessu al- gerlega sammála Addison, enda þótt á meðal nútíma hljómsveitarstjóra finnist náttúrlega einn og einn, sem er undan- 20 jtyaizLtaSií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.