Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 5
hljómsveitinni og þurfti hann ekki að
hugsa sig um tvisvar áður en hann tók
henni og hefur hann eingöngu stundað
hljóðfæraleik síðan.
Árið 1942 stofnaði Óskar sína fyrstu
danshljómsveit og var með hana í Iðnó
og Ingólfs Café um tveggja ára skeið.
I þessari fyrstu hljómsveit hans voru
Höskuldur Þórhallsson trompet, Gísli
Einarsson tenór-saxafón og harmoniku,
Bjarni Guðjónsson trommur og Tage
Möller píanó. Þegar samkomuhúsið
Röðull hóf starfrækslu 1944 byrjaði
Óskar þar með hljómsveit og var þar í
tæpt ár. í þessari hljómsveit léku auk
Óskars, Adolf Theodórsson tenór-saxa-
fónn og harmonika, Henni Rassmuss
píanó, Hökuldur Þórhallsson trommur.
Árið 1945 byrjaði Óskar með fimm
manna hljómsveit að Hótel Þresti í
Hafnarfirði og léku þeir eingöngu klass-
iska tónlist. í hljómsveitinni léku Ósk-
ar 1. fiðla, Skafti Sigþórsson 2. fiðla,
Þórhallur Stefánsson celló, Bjarni Böðv-
arsson kontrabassi og Hafliði Jónsson
píanó.
Lék Óskar þarna í nokkurn tíma en
fór þá til Svíþjóðar til framhaldsnáms
í fiðluleik. Dvaldist hann þar um tveggja
ára skeið og stundaði nám hjá Turic-
chia 1. konsertmeistara við konunglegu
óperuna í Stokkhólmi. Á þessu tímabili
gafst honum tækifæri til að hlusta á
nokkra beztu hljóðfæraleikara Svía bæði
í klassik og jazzmúsík, m. a. heyrði
hann jazzleikarana frægu Stan Hassel-
gárd og Thore Ehrling leika. Einnig fór
hann til Danmerkur og hlustaði þar á
m. a. Svend Asmussen og sextett hans
leika. Eftir að hafa heyrt þessa menn
og meira af miður góðum hljómsveitum
og hljóðfæraleikurum leika, var Óskar
ekki í rieinum vafa um að íslenzkir hljóð-
Ingólfscafé og Iðnó-hljómsveitin.
Adolf Tlieódórsson, Lárus Jónsson, Þór-
hallur Stefánsson, Óskar Cortes, Jolm
Kleif og Tage Muller, sitjandi viS
píanóið.
færaleikarar væru næmari fyrir jazz-
tónlist en hljóðfæraleikarar á hinum
Norðurlöndunum. — Þegar Óskar kom
heim frá Svíþjóð byrjaði hann fyrst að
leika klassiska tónlist að Hótel Borg og
fyrsta árið lék hann eingöngu klassik
m.a. í Útvarpshljómsveitinni, Symfoníu-
hljómsveitinni o. m. fl. Einnig hefur
hann leikið í strokkvartettinum „Fjark-
inn“ frá því að hann var stofnaður. —
1948 byrjaði Óskar í hljómsveit Tage
Möller í Iðnó og Ingólfs Café og hefur
hann leikið þar síðan. í hljómsveitinni
eru Tage Möller píanó, Adolf Theódórs-
son tenór-saxafónn og harmónika, Lárus
Jónsson altó-saxafónn, John Kleif trom-
pet, Þórhallur Stefánsson trommur og
Óskar með altó-saxafón, klarinett og
fiðlu, auk þess sem hann útsetur fyrir
hljómsveitina.