Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 6
TENÓR. Er hægt að fá einliverjar
upplýsingar um tenór-saxafónleilcarana
Nick Caiazza og Dave Matthews? Hverj-
ir leika á plötunni „Good enough to
keep" með Benny Goodman?
SVAR: Mjög ófullnægjandi upplýs-
ingar eru fyrir hendi um Nick Caiazza.
Hann lék í hljómsveit Woody Herman
um 1940 síðan var hann með Muggsy
Spanier, Tommy Dorsey og Ray McKin-
ley, en ekki nema í stuttan tíma með
hverjum. Hann lék inn á nokkrar V-disc
plötur í stríðinu (nánar tiltekið í des.
1944) með Louis Armstrong, Roy Eld-
ridge og fleirum, og af plötum þessum
að dæma er hér um mjög góðan saxa-
fónleikara að ræða. Dave Matthews er
mjög þekktur saxafónleikari. Hann byrj-
aði í fyrstu þekktu hljómsveitinni 1935
og var það hjá Ben Pjollack. Hann hefur
leikið með Harry James frá því hann
byrjaði með hljómsveit, og má heyra
hann á mörgum plötum með honum.
Einnig hefur hann leikið á plötur með
Lionel Hampton, Stan Kenton og fleir-
um.
Með Goodman voru Johnny Guarnieri
píanó, Dave Tough trommur, Artie Bern-
stein bassi, Charlie Christian guitar,
Cootie Williams trompet og Georgie
Auld tenór.
TROMP. Eg vona, að Jazzblaðið geti
vísað mér á einhverja, sem kenna á
trompet. Fyrirfram þakklæti fyrir svar-
ið. Áhugamaður.
SVAR: Karl Ó. Runólfsson og Albert
Klahn og Jón Sigurðsson eru þeir einu,
sem kenna á trompet, eftir því sem við
höfum nánast vitum.
BENNY AFTUR. Eg væri blaðinu
mjög þakklátur, ef það gæti svarað eft-
irfarandi. 1. Hvaða ár var Goodman-
sextettinn skipaður þessum mönnum:
Goodman, Mel Powell, Red Norvo, Al
Hendrickson, Red Callender og Lee
Young. — 2. Goodman, Powell, Norvo
Hendriclcson, Arthur Shapiro og Tom
Romersa. ■— 3. Á hvaða plötum með B.
G. sextett leikur Ernie Filice? — 4. Hef-
ur B. G. sungið inn á plötur? — 5. Lélc
sextett B. G. 1948 á nokkrar plötur, ef
svo er, hvaða? — Væri hægt að fá birta
mynd af sönglconunni June Christy?
Goodman aðdáandi.
SVAR: 1. Goodman-sextettinn hefur
aldrei leikið opinberlega með þessum
mönnum. Aftur á móti léku þeir inn á
plötur seint á árinu 1947. — 2. Sama og
1. — 3. „The Bannister Slide“, og svo
sín hverja með septep og quintet. —
6 jU//UJ