Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 8
9 bejtu jaimlötutmt Jazzleikarar hafa sem betur fer mót- að list sína á plötur svo tugum þúsunda skiptir. í flestum löndum utan Banda- ríkjanna hafa plöturnar einar saman oft orðið til að gera marga jazzleikara fræga. Elztu plöturnar, sem gerðar voru, eru nú komnar í hátt verð, þar sem þetta eru sannkallaðir forngripir. Um allan heim hafa komið fram menn, sem leggja oft og tíðum mikla vinnu og mikinn kostnað í að safna jazzplötum og oft gefa þeir tugi króna fyrir eina plötu, þegar svo stendur á. Plöturnar eru seld- ar matsverði fróðra manna og eru gefin út sérstök tímarit, þar sem allir verð- listar birtast. Hér á landi eru allmargir sem safna jazzplötum, en þó ekki, sem betur fer, á sama hátt og erlendis, þ. e. a. s., að greiða fyrir plöturnar hátt verð. Árið 1945, þegar ameríska tímaritið Esquire lét fara fram kosningu um fremstu jazz.leikara Bandaríkjanna, lét það einnig fara fram kosningar um beztu jazzplöturnar. Tuttugu og tveir færustu jazzgagnrýnendur og sérfræð- ingar landsins kusu og komu fram 175 plötur. Aðeins níu þeirra hlutu atkvæði þriggja manna og ekki nema ein þeirra, sú fyrsta í eftirfarandi upptalningu, at- kvæði fjögurra. Síðan 1945 hafa margar afburða góð- ar jazzplötur verið gerðar svo óvíst er að nema helmingur þeirra platna eða svo, er hér koma á eftir, yrðu með ef kosið væri nú um níu beztu jazzplöt- urnar. (Á eftir heiti hverrar plötu er nafn hins bandaríska plötufyrirtækis og plötunúmer). 1. WEST END BLUES. Okea 8597 og 41078. Endurprentað á Vocalion 3204, Okea 3204 og Columbia 36377. Louis Armstrong aml his Hot Five: — Louis Armstrong trompet, Fred Robinson trombón, Jimmy Strong klarinet, Earl Hines píanó, Zutty Singleton trommur og Mancy Cara banjó. 2. POTATO HEAD BLUES. Okca 8503. Endurprentað á UHCA 59—60 og Columbia 35660. Louis Armstrong and his Hot Seven: Louis Armstrong trom- pet, Kid Ory trombón, Johnny Dodds klarinet, Baby Dodds trommur, Peter Briggs bassahorn, Johnny St. Cyr guitar og Lil Hardin píanó. Louis Armstrong. 3. WEE BABY BLUES. Decca 8526. Art Tatum and his Orchestra. Art Tat- um píanó, John Collins guitar, Billy Taylor bassi, Eddie Dougherty tromm- ur, Edmund Hall klarinet, Joe Thomas trompet og Joe Turner söngvari. 8 $az:ltaí;Í

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.