Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 7
4. Benny Goodman hefur sungið á plöt- um „Oh Baby“ og „No Baby no“, leiknar af hljómsveit hans, og einnig „Happy blues“, leikinni af „all-star“ hljómsveit á Capitol plötu. — 5 Nei. — (!. ,’á, við fyrsta mögulega tækifæri. . .TROMP AFTUR. Hvaða tromvelskóla teljið þið bezta fyrir utan Arbdn-skól- ann ? SVAR. Arban-skólinn er sagður sá langbezti, sem til er. Skóli eftir Alex- ander Petit er einnig góður og Harry James hefur samið ágætan skóla. Swing studies, eftir Bunny Berigan eru einnig fyrirtak. DRUMMER BOY. Eg má til með að þakka fyrir greinina um trompetleik- arana i 5.—6. tölublaði. Mér finnst mjög heppilegt að birta við og við kynningar- greinar um hina mörgu snillinga, sem komið hafa fram hver með sitt hljóð- færi. Eg ætla að fara fram á, að næsta grein af þessum flokki verði um trommu- leikara. Eg vonast þó til að fá leyst úr þessum spurningum: Hver leikur á trommur á plötunni 1. Hot hous“ með Gillespie, 2. „Sunny side“ vieð Hampton, og 3. „I know that you lcnow“, með Goodman. SVAR. 1. Sid Catlett. 2. Cozy Cole. 3. Lionel Hampton. Grein um trommu- leikara kemur í einhverju af næstu blöð- um. ÞORKELL. Mig langar til að gagn- rýna grein yðar um söng Þorkels Jó- hannessonar í útvarpinu 2. ágúst. Vegna þess, að ég hlustaði á útvarpið liið um- rædda kvöld, ætla ég að leyfa mér að segja að ég hef aldrei heyrt eins mikl- ar truflanir í útvarpinu eins og þetta kvöld, og þess vegna finnst mér að þér ættuð að heyra manninn syngja í nálægð yðar til þess að þér getið dæmt um söng hans. Viðvíkjandi því, sem þér sögðuð um fólkið, sem lítið þekkti inn á jazzinn, getur það ekki haldið neitt einkennilegt um söng Þorkels, því að það hef ur ekki getað heyrt neitt að ráði vegna trufl- ana i mikrófóni. En um sönginn er það að segja, að mér finnst hann ágætur, og það finnst ábyggilega fleirum en mér. Og svo ætla ég að enda með því að segja, að það mætti halda að Þorkell væri að setja jazzinn á hausinn með söng sínum. Reykvíkingur. SVAR. Bréfið var stílað á dálkinn AD LIB, en það er birt og því svarað hér, þar sem þessar siður eru ætlaðar bréf- um lesenda. Allra hluta vegna ætla ég aðeins að svara þessu bréfi með nokkr- um orðum. Útvarpstækið mitt er fyrir- tak og heyrðist mjög vel í því 2. ágúst. Eg hef heyrt Þorkel syngja „í nálægð minni“, og vonandi fer jazzinn ekki á hausinn, þó að Þorkell hafi „sungið", en nokkra slílca söngvara í viðbót, og þá er jazzinn „kominn á hausinn" hér á landi. S. G. t) Danslög. Vinsælustu lögin í Svíþjóð fyrstu vikuna í september voru: — 1. Lavender blue, 2. Cruising down the river, 3. Nidálven, 4. Powder your face with sunshine, 5. Again, 6. Bouquet of roses, 7. Clopin-Clopant

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.