Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 16
George Shearing kvintettinn er nú
mest umtalaða hljómsveitin í Banda-
ríkjunum. — Hann lék fyrir nokkru í
Chicago við húsfylli hvert kvöld, en er
nú byrjaður að leika í Californiu og vek-
ur hvarvetna hina mestu athygli. (Grein
um George og hljómsveitina var í síð-
asta Jazzblaði).
Count Basie virðist vera að ná sér á
strik með hljómsveit sína. Lék hún fyr-
ir nokkru í hinum þekkta næturklúbb
„Bop City“ í New York, og hlaut mjög
góða dóma hjá gagnrýnendum. Útsetn-
ingarnar eru áberandi góðar, gerðar af
þeim Jimmy Mundy, Basie og Gerald
Wilson, sem leikur á trompet í hljóm-
sveitinni. Clark Terry trompetleikari er
mesti sólóisti hljómsveitarinnar.
Eddie DeLang, tónskáld, útsetjari og
hljómsveitarstjóri, lézt fyrir nokkrum
vikum að heimili sínu í Californíu. —
Hann samdi hið þekkta lag „Moonglow"
og eins lagið „Solitude" í samfélagi við
Duke Ellington.
Boy Kral og Jackie Cain hafa nú
stofnað litla hljómsveit. Þau voru í hinni
þekktu hljómsveit Charlie Ventura. —
Með þeim er bassaleikari, guitarleikari,
og svo tvær stúlkur. önnur leikur á
cello og hin á trommur. Kral leikur á
píanó og Jackie syngur, en mun á næst-
unni einnig fara að leika á ílautu í
hljómsveitinni.
Ruth Brown heitir söngkona, sem
kom fram á klúbbnum „Café Society" í
New York í haust. Leonard Feather og
aðrir þekktir jazzgagnrýnendur telja
þetta vera mestu söngkonuna, sem kom-
ið hefur fram á sjónarsviðið í seinni tíð.
Bud Scott, hinn kunni guitarleikari,
lézt fyrir nokkru. Hann var einn af elztu
jazzleikurunum og fékkst hann við
hljóðfæraleik frá því um síðustu alda-
mót. Hann kom fram í kvikmyndinni
„New Orleans" með Louis Armstrong,
og muna sennilega margir eftir honum
þaðan.
Duiica Broz heitir trompetleikari frá
Tékkóslóvakíu, sem nýlega flúði úr landi
til hernámshluta Bandaríkjanna í
Þýzkalandi. Hann er Be-bop leikari og
sagður einn fremsti trompetleikari í
Evrópu. Landi hans í Bandaríkjunum
er að reyna að fá landvistarleyfi fyrir
hann þar.
Biance Coleinan og kvennahljómsveit
hennar lék í London í byrjun september.
Hljómsveitin er skipuð tólf stúlkum, er
allar eru um 21—22 ára. Þær leika hvers
16 $a,dtatlÍ