Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 18
Ha rmon ikusíban
Ritstjóri: BRAGI HLIÐBERG.
Harmonikusíðan vill beina þeim til-
mælum til allra harmonikuleikara að
skrifa blaðinu um sín áhugamál, og ef
um einhver atriði er að ræða, sem álit-
in eru að hafi þýðingu fyrir harmoniku-
leikara yfirleitt, munu þau verða tekin
til athugunar og umræðu á síðunni. —
Einnig vill síðan hvetja menn til að bera
fram fyrirspurnir viðvíkjandi hverju
því, sem harmoniku og harmonikuleik-
ara snertir, og mun þeim að svo miklu
leyti sem hægt er, verða svarað. Gerið
ykkur til þess að gera síðuna skemmti-
lega, en munið að einungis þau bréf
verða birt, sem bera nafn og heimilis-
fang sendanda. Nafnið mun þó ekki
verða birt, heldur aðeins fangamark eða
eitthvað þess háttar.
Utanáskrift er: Jazzblaðið — Har-
monikusíðan — Bánargötu 34, Kvík.
Harmonikusíðan mun framvegis kynna
fyrir lesendum sínum einn þekktan harmon-
ikuleikara í hverju blaði. Sá fyrsti er
Anthony Galla-Rini, en hann er amerískur
og hefur getið sér mikla frægð fyrir leik
sinn. Hér á landi mun hann ekki vera mikið
þekktur, þar sem lítið eða ekkert hefur
flutzt inn í landið af plötum, sem hann
hefur leikið á, en þeir sem eiga eitthvað af
harmonikunótum munu eflaust hafa komizt
í kynni við hinar ágætu útsetningar hans
á dægur- og danslögum.
Anthony Galla-
Rini er af ítölsku
bergi brotinn og
byrjaði nám við
tónlistarskóla í
Milan þegar
hann var aðeins
fjögra ára. Hann
hafði þó ekki
verið nema tvö
ár við nám þeg-
ar fjölskylda hans fluttist til Banda-
ríkjanna, en þar byrjaði hann að vinna
með föður sínum og tveim systrum, sem
einnig voru hljóðfæraleikarar, og léku þau
á ýmsum skemmtistöðum þar. Þó mikill
tími færi til vinnunnar gat hann þó haldið
námi áfram og naut víðtækrar kennslu hjá
Van Broekhaven við Camegie Hall. Galla-
Rini er mjög fjölhæfur listamaður og leik-
ur hann nokkuð á öll hljóðfæri symfóníu-
hljómsveitar. Hann hefur t. d. algjört tón-
minni, það er, getur samstundis nefnt nafn
þess tóns, sem hann heyrir. Síðan 1924 hef-
ur hann orðið sífellt vinsælli með leik sín-
um, bæði á hljómleikum og grammofón-
plötum, en síðar einnig í útvarpi. Hann
mun eiga met í fjölda útvarps-hljómleika
í öllum stærstu útvarpsstöðvum Bandaríkj-
anna og Canada. Harmonikuútsetningar
hans skipta hundruðum og af eigin tón-
smíðum hans má nefna konsert fyrir har-
moniku, sem hann hefur leikið víða um
Bandaríkin og nú síðast með aðstoð Detroit
symf óníuhl j ómsveitarinnar.
Bragi.
18 jazMaU